Lífið

Hugleikur rappar

Hugleikur Dagsson rappar með hljómsveitinni Human Woman á Jól Jólsson.fréttablaðið/vilhelm
Hugleikur Dagsson rappar með hljómsveitinni Human Woman á Jól Jólsson.fréttablaðið/vilhelm

Myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hugleikur Dagsson mun rappa ásamt hljómsveitinni Human Woman á tónlistarhátíðinni Jól Jólsson sem verður haldin á Hótel Íslandi 18. desember.

Human Woman er ný hljómsveit þeirra Jóns Atla Helgasonar og Gísla Galdurs Þorvaldssonar. Jón Atli hefur áður spilað með hljómsveitum á borð við Hairdoctor, Bang Gang og Fídel. Gísla Galdur þekkir fólk úr sveitum á borð við Trabant, Motion Boys og Ghostigital. Hugleikur hefur áður getið sér orð á tónlistarsviðinu, meðal annars með hljómsveitinni Útburðir. Þetta verða fyrstu tónleikar Human Woman og kemur hún fram á hátíðinni ásamt flytjendum á borð við Gus Gus, FM Belfast, Egil Sæbjörnsson, Lúdó og Stefán og Ben Frost.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.