Hafdís Huld flytur til Íslands 24. nóvember 2009 06:00 Í óðaönn að pakka Hafdís Huld og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og flytja til landsins eftir tvær vikur. „Ég var orðin leið á að vera með heimþrá,“ segir söngkonan Hafdís Huld sem flytur til landsins eftir tvær vikur. Hafdís hefur verið búsett í Bretlandi undanfarin sjö ár, en hún og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og eru nú í óðaönn að pakka. „Ég er búin að vera með þessa hugmynd í maganum í þrjú ár en þegar maður er búinn að búa úti svona lengi er aldrei rétti tíminn til að flytja heim. Umboðs- og plötufyrirtækjum finnst alltaf hentugra að hafa mann í næstu götu, en ég tók bara ákvörðun að nú væri rétti tíminn og það er ekki nema tveggja og hálfs tíma flug til London,“ útskýrir Hafdís. „Við Alisdair höfum verið að leita eftir húsi rétt fyrir utan borgina þar sem hægt er að setja upp stúdíó. Við fundum rétta húsið inni í Mosfellsdal og verðum næstu árin að gera það upp. Þetta er alveg draumastaður og ég sé Esjuna þaðan,“ segir hún. Aðspurð segir hún það mikið verk að pakka niður og plana flutningana, en Hafdís gaf nýverið út plötuna Synchronised swimmers og hefur því í mörgu að snúast. „Planið er að senda gámana heim til Íslands daginn áður en við förum í órafmagnað tónleikaferðalag um Sviss og Þýskaland, fara svo heim og þá verða gámarnir komnir. Þá hef ég viku til að mála stofuna, hengja upp jólaksraut og fá ensku tengdafjölskylduna í heimsókn yfir jólin. Mér ætti því ekki að leiðast, ég verð bara í málningagallanum með jólalögin í botni,“ segir hún og hlær. -ag Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég var orðin leið á að vera með heimþrá,“ segir söngkonan Hafdís Huld sem flytur til landsins eftir tvær vikur. Hafdís hefur verið búsett í Bretlandi undanfarin sjö ár, en hún og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og eru nú í óðaönn að pakka. „Ég er búin að vera með þessa hugmynd í maganum í þrjú ár en þegar maður er búinn að búa úti svona lengi er aldrei rétti tíminn til að flytja heim. Umboðs- og plötufyrirtækjum finnst alltaf hentugra að hafa mann í næstu götu, en ég tók bara ákvörðun að nú væri rétti tíminn og það er ekki nema tveggja og hálfs tíma flug til London,“ útskýrir Hafdís. „Við Alisdair höfum verið að leita eftir húsi rétt fyrir utan borgina þar sem hægt er að setja upp stúdíó. Við fundum rétta húsið inni í Mosfellsdal og verðum næstu árin að gera það upp. Þetta er alveg draumastaður og ég sé Esjuna þaðan,“ segir hún. Aðspurð segir hún það mikið verk að pakka niður og plana flutningana, en Hafdís gaf nýverið út plötuna Synchronised swimmers og hefur því í mörgu að snúast. „Planið er að senda gámana heim til Íslands daginn áður en við förum í órafmagnað tónleikaferðalag um Sviss og Þýskaland, fara svo heim og þá verða gámarnir komnir. Þá hef ég viku til að mála stofuna, hengja upp jólaksraut og fá ensku tengdafjölskylduna í heimsókn yfir jólin. Mér ætti því ekki að leiðast, ég verð bara í málningagallanum með jólalögin í botni,“ segir hún og hlær. -ag
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira