Handbolti

Sextán karlalið og tíu kvennalið á næsta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik í N1 deild karla.
Úr leik í N1 deild karla. Mynd/Valli

Sextán karlalið og tíu kvennalið hafa tilkynnt inn þáttöku á næsta keppnistímabili í handboltanum og hefur mótanefnd HSÍ ákveðið hvernig keppnisfyrirkomulagið verður.

Eitt nýtt lið kemur inn hjá körlunum en það er Berserkir. Hjá konunum koma KA/Þór og Víkingur inn eftir talsvert hlé.

Leikið verður í tveimur 8 liða deildum hjá körlunum og einni 10 liða deild hjá konunum og verður leikin þreföld umferð í öllum deildum.

N1 deild karla

Akureyri

FH

Fram

Grótta

Haukar

HK

Stjarnan

Valur

1. deild karla

Afturelding

Berserkir

Fjölnir

ÍBV

ÍR

Selfoss

Víkingur

Þróttur

N1 deild kvenna

FH

Fram

Fylkir

Grótta

Haukar

HK

KA/Þór

Stjarnan

Valur

Víkingur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×