Ecclestone heppinn að halda starfinu 15. júlí 2009 10:21 Stjórnarmaður CVC sem á og rekur sjónvarps og mótaréttinn á Formúlu 1 segir að Bernie Ecclestone sé heppinn að hafa haldið starfinu, eftir ummæli þar sem hann mærði atorku Hitlers í liðinni viku. Sir Martin Sorell segir að í öllum öðrum fyrirtækjum hefði Ecclestone verið látinn fara. Ecclestone nýtur mikillar sérstöðu í Formúlu 1 heiminum. Hann breytti íþrótt í iðnað fyrir mörgum áratugum með því að semja við sjónvarpsstöðvar um allan heim um myndréttinn. Fyrirtæki hans óx hratt og um tíma var hann þriðja ríkasti maður Bretlands. "Mér fannst ummæli Ecclestone um Hitler hneyksli. Hann baðst afsökunar á þeim, en í öllum öðrum fyrirtækjum hefði Ecclestone verið rekinn", sagði Sorell. Rætt var um að breyta starfsheiti Ecclestone hjá CVC fyrirtækinu sem nú á réttinn sem Ecclestone átti, en seldi frá sér. "Ecclestone verður áfram við stjórnvölinn um það er enginn vafi í dag", sagði Donald MacKenize, einn af stjórnarmönnum CVC. Innan fyrirtækisins hefur verið nokkur óánægja með deilur FIA og FOTA síðustu vikurnar, sem rýrir gildi Formúlu 1 sem markaðsvöru á ýmsan hátt. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stjórnarmaður CVC sem á og rekur sjónvarps og mótaréttinn á Formúlu 1 segir að Bernie Ecclestone sé heppinn að hafa haldið starfinu, eftir ummæli þar sem hann mærði atorku Hitlers í liðinni viku. Sir Martin Sorell segir að í öllum öðrum fyrirtækjum hefði Ecclestone verið látinn fara. Ecclestone nýtur mikillar sérstöðu í Formúlu 1 heiminum. Hann breytti íþrótt í iðnað fyrir mörgum áratugum með því að semja við sjónvarpsstöðvar um allan heim um myndréttinn. Fyrirtæki hans óx hratt og um tíma var hann þriðja ríkasti maður Bretlands. "Mér fannst ummæli Ecclestone um Hitler hneyksli. Hann baðst afsökunar á þeim, en í öllum öðrum fyrirtækjum hefði Ecclestone verið rekinn", sagði Sorell. Rætt var um að breyta starfsheiti Ecclestone hjá CVC fyrirtækinu sem nú á réttinn sem Ecclestone átti, en seldi frá sér. "Ecclestone verður áfram við stjórnvölinn um það er enginn vafi í dag", sagði Donald MacKenize, einn af stjórnarmönnum CVC. Innan fyrirtækisins hefur verið nokkur óánægja með deilur FIA og FOTA síðustu vikurnar, sem rýrir gildi Formúlu 1 sem markaðsvöru á ýmsan hátt.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira