Lífið

Eignuðust strák

Gisele Bundchen og Tom Brady eignuðust dreng í gærdag og gekk fæðingin vel.
Gisele Bundchen og Tom Brady eignuðust dreng í gærdag og gekk fæðingin vel.

Gisele Bundchen eignaðist lítinn dreng í gær. Samkvæmt bandaríska tímaritinu People gekk fæðingin vel, en settur fæðingardagur var næstkomandi mánudagur.

Brasilíska ofurfyrirsætan, sem er 29 ára, er gift bandaríska fótboltakappanum Tom Brady, en þau gengu í það heilaga í febrúar síðastliðnum. Drengurinn er fyrsta barn Gisele en fyrir á Tom tveggja ára soninn Jack úr fyrra sambandi sínu við leikkonuna Bridget Moynahan. Sjálf vildi Gisele ekki vita kynið á barninu, en Brady fékk að vita það og var einn um þá vitneskju þar til í gærdag.

„Ég er sá eini sem veit kynið. Pabbi minn spurði mig en ég sagði honum ekki frá því. Það er frekar góð tilfinning að vita eitthvað sem enginn annar veit,“ sagði Brady stuttu fyrir fæðinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.