Lífið

Bermuda vekur athygli á Twitter

Hljómsveitin Bermuda er með yfir 2.000 fylgjendur á Twitter-síðu sinni og hefur vakið athygli útgefenda og veftímarita í Bandaríkjunum.
Hljómsveitin Bermuda er með yfir 2.000 fylgjendur á Twitter-síðu sinni og hefur vakið athygli útgefenda og veftímarita í Bandaríkjunum.
„Twitter er alveg málið í dag," segir Íris Hólm, söngkona í Bermuda. Íris er tónlistarmaður mánaðarins á bandarísku vefsíðunni Studio Noize og er þar farið fögrum orðum um söng hennar, lagasmíðarnar og hljómsveitina.

„Daði Georgsson hljóðmaður er búinn að vera hörkuduglegur að setja myndbönd af hljómsveitinni á netið. Við erum búin að byggja okkur góðan grunn á Twitter og við erum með yfir 2.000 aðdáendur," útskýrir Íris og segir samskiptavefinn vissulega skapa tækifæri. „Kona sem heitir Lady Producer skrifar á Studio Noize síðuna og var rosalega hrifin af laginu sem við gáfum út í sumar, Dreaming of Bermuda. Við höfum líka fengið fyrirspurnir á Twitter frá litlum plötufyrirtækjum sem vilja forvitnast um hvort við séum að plana að koma til Bandaríkjanna. Þótt maður taki öllu með hógværð er rosalega gaman að fá svona viðbrögð," bætir hún við.

Íris gekk til liðs við hljómsveitina fyrir rúmu ári og hefur verið iðin við að semja texta bæði á íslensku og ensku. „Eftir að mannabreytingar urðu í hljómsveitinni fórum við að íhuga að búa til tónlist fyrir fleiri en Íslendinga og við höfum sett stefnuna á erlendan markað. Boltinn er farinn að rúlla hér heima og líka úti að okkur sýnist. Þótt það sé ekki í bígerð núna væri rosalega gaman að fara á tónleikaferðalag úti. Ég hef til dæmis aldrei komið til Bandaríkjanna svo það væri alveg brilljant að fara þangað," segir Íris, sem er önnum kafin við tónleikahald með Bermuda, en upplýsingar um sveitina má finna á bermuda.is og á twitter.com/bermudaz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.