Lífið

X-mas í ellefta sinn

Hljómsveitin Ourlives spilar á X-mas-tónleikum sem verða haldnir 18. desember.
Hljómsveitin Ourlives spilar á X-mas-tónleikum sem verða haldnir 18. desember.

Hinir árlegu X-mas-tónleikar X-ins 977 verða haldnir í ellefta sinn á Sódómu föstudagskvöldið 18. desember. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ourlives, Dikta, Agent Fresco og Mammút. Allir listamenn gefa vinnu sína og allur aðgangseyrir rennur til Stígamóta, grasrótarhreyfingar kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi.

„Okkur finnst mjög mikilvægt að styðja við bakið á Stígamótum. Þessi málaflokkur hefur orðið svolítið útundan hjá ríkisstjórninni að undanförnu,“ segir Þorkell Máni Pétursson hjá útvarpsstöðinni X-inu. „Síðan erum við karlmenn sem vinnum á stöðinni og flestir hlustendur eru karlmenn. Við skömmumst okkur stundum fyrir kynbræður okkar þegar þeir haga sér eins og aumingjar.“

Aðgangseyrir á tónleikana er sá sami og undanfarin ár, eða 977 krónur. Miðasala á tónleikana hefst á hádegi 18. desember á Sódómu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.