Lloyds TSB tekur yfir skuldbindingar Landsbankans í All Saints 10. júlí 2009 08:57 Tískuvörukeðjan All Saints hefur nú náð samningi við Lloyds TSB bankann um lán upp á 30 milljónir punda eða um 6,3 milljarða kr. Með þessu hefur bankinn tekið yfir skuldbindingar Landsbankans gagnvart All Saints að því er segir á vefsíðu RetailWeek. Í mars s.l. var All Saints bjargað frá þroti eftir að íslensku bankarnir Kaupþing og Landsbankinn, þáverandi aðallánadrottnar All Saints, féllust á fjárhagslega endurskipulagningu keðjunnar. Þá var ákveðið að Kevin Stanford myndi áfram stjórna All Saints. Baugur átti áður 35% hlut í All Saints en sá hlutur er nú á forræði íslensku bankanna. Í umfjöllun RetailWeek um málið segir að láninu frá Lloyds sé ætlað til að styðja við vöxt All Saints bæði innanlands í Bretlandi og á alþjóðavettvangi. Stephen Craig framkvæmdastjóri All Saints segir að keðjan hafi metnaðarfull áform og stuðningurinn frá Lloyds geri það að verkum að auðveldara verður að koma þeim í framkvæmd. Forstjóri fyrirtækjasviðs Lloyds, Charles Lamplugh, segir að það sé ánægjulegt að sjá hve vel All Saints hefur náð sér á strik frá því í vetur. „Þetta er vel rekin starfsemi með trausta stjórnendur," segir Lamplugh. Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tískuvörukeðjan All Saints hefur nú náð samningi við Lloyds TSB bankann um lán upp á 30 milljónir punda eða um 6,3 milljarða kr. Með þessu hefur bankinn tekið yfir skuldbindingar Landsbankans gagnvart All Saints að því er segir á vefsíðu RetailWeek. Í mars s.l. var All Saints bjargað frá þroti eftir að íslensku bankarnir Kaupþing og Landsbankinn, þáverandi aðallánadrottnar All Saints, féllust á fjárhagslega endurskipulagningu keðjunnar. Þá var ákveðið að Kevin Stanford myndi áfram stjórna All Saints. Baugur átti áður 35% hlut í All Saints en sá hlutur er nú á forræði íslensku bankanna. Í umfjöllun RetailWeek um málið segir að láninu frá Lloyds sé ætlað til að styðja við vöxt All Saints bæði innanlands í Bretlandi og á alþjóðavettvangi. Stephen Craig framkvæmdastjóri All Saints segir að keðjan hafi metnaðarfull áform og stuðningurinn frá Lloyds geri það að verkum að auðveldara verður að koma þeim í framkvæmd. Forstjóri fyrirtækjasviðs Lloyds, Charles Lamplugh, segir að það sé ánægjulegt að sjá hve vel All Saints hefur náð sér á strik frá því í vetur. „Þetta er vel rekin starfsemi með trausta stjórnendur," segir Lamplugh.
Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira