Körfubolti

Njarðvík og Stjarnan enn taplaus á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson og Magnús Þór Gunnarsson.
Sigurður Ingimundarson og Magnús Þór Gunnarsson.
Njarðvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Iceland Express-deild karla er þeir unnu Fjölnismenn í Grafarvoginum, 73-64.

Fjölnismenn voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 17-14, en Njarðvík náði yfirhöndinni áður en fyrri hálfleik lauk. Staðan í hálfleik var 34-30, Njarðvík í vil.

Gestirnir héldu svo frumkvæðinu út leikinn og innbyrtu að lokum níu stiga sigur sem fyrr segir.

Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamikill í liði Njarðvíkur og skoraði 20 stig. Guðmundur Jónsson var með sautján. Christopher Smith skoraði 23 stig fyrir Fjölni og Ægir Þór Steinarsson þrettán.

Nánari umfjöllun um leikinn og viðtöl birtast hér á Vísi síðar í kvöld.

ÍR vann góðan sigur á Breiðabliki, 107-84. ÍR-ingar fóru sérstaklega mikinn í fjórða leikhluta sem þeir unnu, 28-7, en staðan í hálfleik var 54-52 fyrir ÍR.

Nemanja Sovic skoraði 28 stig fyrir ÍR og Steinar Arason 23. Hreggviður Magnússon skoraði nítján stig.

Hjá Breiðabliki var Daníel Guðmundsson stigahæstur með átján stig. Þorsteinn Gunnlaugsson kom næstur með fjórtán stig.

Að síðustu vann Stjarnan öruggan sigur á FSu, 95-70, en staðan í hálfleik var 43-32 fyrir Stjörnuna sem hefur unnið alla leiki sína til þessa í deildinni, rétt eins og Njarðvík.

Justin Shouse skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski nítján. Birkir Guðlaugsson kom næstur með átján stig. Christopher Caird skoraði 21 stig fyrir FSu og Alexander Stewart þrettán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×