Lífið

Eltir börnin

Heidi Klum segir börnin sín fjögur sjá til þess að hún hreyfi sig nóg.
Heidi Klum segir börnin sín fjögur sjá til þess að hún hreyfi sig nóg.

Fyrirsætan Heidi Klum eignaðist sitt fjórða barn fyrir tæpum mánuði síðan en er strax komin aftur til vinnu. Þrátt fryrir að líta sérstaklega vel út heldur hún því fram að hún sé ekki enn komin með sinn gamla vöxt.

„Ég er ekki komin með minn gamla vöxt aftur. Annars veit ég ekkert um það, maður breytist með aldrinum. Þetta var allt öðruvísi þegar ég var yngri og gekk með mitt fyrsta barn.“ Klum segist ekki fara í ræktina til að æfa sig, heldur sé nóg að hugsa um fjögur börn. „Ég er á stanslausri ferð með börnin. Þegar maður á fjögur börn þá er lítið um letilíf. Brjóstagjöfin er besta leiðin til að missa barnafituna, það og hollur matur ásamt smá hreyfingu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.