Viðskipti innlent

Aðgerðir Sérstaks saksóknara vekja athygli erlendis

Síðustu aðgerðir Sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, hafa vakið athygli erlendis bæði austan hafs og vestan. Fjallað er um ellefu húsleitir hjá Milestone og Sjóvá í gærdag í nokkrum vefmiðlum í dag.

Norræna fréttastofan NTB sendi frá sér frétt um málið þar sem sagt er að rannsakendur hafi verið í aðgerðum á heimilum fyrrum eigenda Milestone og fyrrum forstjóra Sjóvá. Markmiðið sé að finna út hvaða hlutverki þeir hafi gengt í íslenska efnahagshruninu í fyrra.

Þessa frétt tekur vefsíðan e24.no í Noregi upp undir fyrirsögninni „Razzia på Island". Vefsíða Dagens Industri í Svíþjóð byggir sína frétt einnig á NTB.

Öllu nákvæmari frásögn af viðburðum gærdagsins er að finna í stórblaðinu Los Angeles Times sem og í viðskiptablaðsinu The Wall Street Journal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×