Körfubolti

Keflvíkingar búnir að ná sér í Kana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rahshon Clark í leik með Iowa State á síðasta vetri.
Rahshon Clark í leik með Iowa State á síðasta vetri. Mynd/AP

Keflvíkingar hafa samið við tvo Bandaríkjamenn fyrir komandi átök í Iceland Express-deildum karla og kvenna í vetur.

Rahshon Clark mun leika með karlaliði Keflavíkur í vetur en hann útskrifaðist úr Iowa State-háskólanum í vor. Hann er 198 sentimetrar á hæð og spilar sem framherji/skotbakvörður.

Fram kemur á heimasíðu Keflavíkur að Clark sé afar fjölhæfur leikmaður og hafi til að mynda afrekað að skora meira en 1000 stig á ferli sínum með Iowa State, setja niður meira en 100 þrista og verja meira en 100 skot. Hann sé eini leikmaðurinn í sögu Big 12-deildarinnar sem hafi náð þeim árangri.

Fram kom á Vísi í síðustu viku að Kefalvík hafi samið við Viola Beybeyah sem mun spila með kvennaliði Keflavíkur í vetur.




Tengdar fréttir

Keflavík fær sér stóran kvennakana í fyrsta sinn í mörg ár

Kvennalið Keflavíkur hefur ráðið til sína nýjan leikmann en bandaríski framherjinn Viola Beybeyah er að koma til landsins á morgun. Beybeyah er ekki dæmigerður kvennakani í Keflavík enda hafa erlendu leikmenn liðsins alltaf verið leikstjórnendur undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×