Hér og nú Jónína Michaelsdóttir skrifar 17. febrúar 2009 05:00 Árið 1946 gaf Bókaútgáfa Æskunnar út bókina „Sögurnar hans pabba", eftir Hannes J. Magnússon. Í formála kemur fram að höfundi bókarinnar þyki vanta alíslenskt lesefni fyrir börn. Flestar barnabækur séu þýddar úr öðrum tungumálum og lýsi erlendu fólki, staðháttum og hugsunarhætti. Bókinni var firna vel tekið og næstu árin komu út þrjár með sama sniði; Sögurnar hennar mömmu, og síðar afa og ömmu. Eins og bókarheitin benda til er þetta fjölskyldutengt, og hver kafli hefst á því að krakkarnir biðja um sögu, sem sögumaður tengir atburðum dagsins eða færir fróðleik í ævintýrabúning, til dæmis í sögunni um dropann og sögunni um sóttkveikjuna. Sjálf naut ég þess að lesa þessar bækur á bernskuárum mínum. Eftirlætissaga mín var og er sagan af Lata-Pétri, sem liggur í rúmi og hlustar á gang stóru klukkunnar, sem breytist í gamlan og gráskeggjaðan karl. Þeir taka tal saman og karlinn segir honum sögu, sem er eitthvað á þessa leið: AugnablikiðEinu sinni langaði guð til að vita hve vitrir mennirnir væru orðnir og hvort þeim hefði farið eitthvað fram. Hann sendi tvo vitrustu englana sína til að leggja fyrir þá þessa spurningu: „Hvað er það besta og dýrmætasta sem til er?"Englarnir áttu að vera eitt ár að ferðast um jörðina. Þeir ferðuðust bæ frá bæ og land úr landi og spurðu ríka og fátæka, unga og gamla. Sumir sögðu að það væri gull, aðrir að það væri svefninn og hvíldin og aðrir moldin.Englarnir þóttust vita að ekkert af þessum svörum væri rétt, því að enginn var fullkomlega glaður eða hamingjusamur, nema helst börnin. Síðasta kvöld ársins voru englarnir í þann veginn að leggja af stað upp til himna þegar þeir komu auga á lítinn kofa og var það síðasti viðkomustaður þeirra á jörðinni.Þeir gengu inn í kofann og hittu þar fyrir gamlan mann sem spann gullþráð á snældu. Þegar þeir spurðu hvað hann væri að spinna, sagðist hann vera að spinna þráð í hamingju mannanna.„Hvaðan fær þú allt þetta gull?" spurði annar engillinn. „Ég vinn það úr augnablikunum," svaraði öldungurinn.Englarnir mundu nú eftir aðalerindinu og spurðu hann hvað væri það dýrmætasta sem til væri. Öldungurinn hætti eitt andartak að spinna og leit á englana djúpum og alvarlegum augum og mælti: „Ef þið hittið mennina aftur, þá segið þeim öllum, að augnablikið sé það dýrmætasta sem til er".Þegar englarnir voru búnir að segja guði frá öllu sem þeir höfðu séð og heyrt var hann orðinn ákaflega alvarlegur. Hann hafði ekki búist við að mennirnir væru svona ófullkomnir. „Funduð þið þá engan sem var fullkomlega ánægður og hamingjusamur?" spurði drottinn. „Nei, engan," svöruðu englarnir, „nema ef vera skyldi gamlan mann sem við hittum rétt áðan. Svo sögðu þeir honum frá manninum í kofanum sem spann gullþráð á snældu. Þá brosti guð lítið eitt og sagði: Þennan öldung skal ég gera æðsta kennara mannanna. Hann skal kenna þeim að finna gæfuna. Hann skal kenna þeim að menntast og vaxa og verða að fullkomnum mönnum. Tíminn, augnablikið, er það dýrmætasta sem til er. DagataliðÍ inngangi að bók sinni um ævi og störf Sigurbjörns Einarssonar biskups segir Sigurður A. Magnússon frá fyrstu kynnum sínum af þessum einstaka manni.Þetta var árið 1941 og Sigurbjörn nýkominn til starfa í Hallgrímssókn. Hann kom á fund hjá KFUM við Amtmannsstíg og talaði til drengja innan við fermingu á þann veg að hann hélt athygli þeirra óskiptri til enda. Um inntak orða hans segir Sigurður: „Hann var að brýna okkur að fara vel með tímann og glutra ekki niður dögum okkar.Í því samhengi tók hann dæmi af dagatalinu. Við rífum daglega eitt blað, vöðlum því saman og fleygjum í bréfakörfuna eða út í buskann, en hvert einstakt blað er tákn um dýrmæta gjöf sem ekki má lenda í glatkistunni, því fyrir hana verður aldrei bætt. Mér er í minni hve ljóslega og myndrænt hann lagði út af hinni einföldu samlíkingu, enda er þetta ræðan sem ég man best frá unglingsárunum."Brýning Sigurbjörns er sígild. Á umbrotatímum eins og núna, þegar óvissan bítur, framtíðin getur orðið hvernig sem er, og gengin spor hræða, er margt verra en að njóta augnabliksins. Vera til af öllum lífs og sálar kröftum. Hér og nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Árið 1946 gaf Bókaútgáfa Æskunnar út bókina „Sögurnar hans pabba", eftir Hannes J. Magnússon. Í formála kemur fram að höfundi bókarinnar þyki vanta alíslenskt lesefni fyrir börn. Flestar barnabækur séu þýddar úr öðrum tungumálum og lýsi erlendu fólki, staðháttum og hugsunarhætti. Bókinni var firna vel tekið og næstu árin komu út þrjár með sama sniði; Sögurnar hennar mömmu, og síðar afa og ömmu. Eins og bókarheitin benda til er þetta fjölskyldutengt, og hver kafli hefst á því að krakkarnir biðja um sögu, sem sögumaður tengir atburðum dagsins eða færir fróðleik í ævintýrabúning, til dæmis í sögunni um dropann og sögunni um sóttkveikjuna. Sjálf naut ég þess að lesa þessar bækur á bernskuárum mínum. Eftirlætissaga mín var og er sagan af Lata-Pétri, sem liggur í rúmi og hlustar á gang stóru klukkunnar, sem breytist í gamlan og gráskeggjaðan karl. Þeir taka tal saman og karlinn segir honum sögu, sem er eitthvað á þessa leið: AugnablikiðEinu sinni langaði guð til að vita hve vitrir mennirnir væru orðnir og hvort þeim hefði farið eitthvað fram. Hann sendi tvo vitrustu englana sína til að leggja fyrir þá þessa spurningu: „Hvað er það besta og dýrmætasta sem til er?"Englarnir áttu að vera eitt ár að ferðast um jörðina. Þeir ferðuðust bæ frá bæ og land úr landi og spurðu ríka og fátæka, unga og gamla. Sumir sögðu að það væri gull, aðrir að það væri svefninn og hvíldin og aðrir moldin.Englarnir þóttust vita að ekkert af þessum svörum væri rétt, því að enginn var fullkomlega glaður eða hamingjusamur, nema helst börnin. Síðasta kvöld ársins voru englarnir í þann veginn að leggja af stað upp til himna þegar þeir komu auga á lítinn kofa og var það síðasti viðkomustaður þeirra á jörðinni.Þeir gengu inn í kofann og hittu þar fyrir gamlan mann sem spann gullþráð á snældu. Þegar þeir spurðu hvað hann væri að spinna, sagðist hann vera að spinna þráð í hamingju mannanna.„Hvaðan fær þú allt þetta gull?" spurði annar engillinn. „Ég vinn það úr augnablikunum," svaraði öldungurinn.Englarnir mundu nú eftir aðalerindinu og spurðu hann hvað væri það dýrmætasta sem til væri. Öldungurinn hætti eitt andartak að spinna og leit á englana djúpum og alvarlegum augum og mælti: „Ef þið hittið mennina aftur, þá segið þeim öllum, að augnablikið sé það dýrmætasta sem til er".Þegar englarnir voru búnir að segja guði frá öllu sem þeir höfðu séð og heyrt var hann orðinn ákaflega alvarlegur. Hann hafði ekki búist við að mennirnir væru svona ófullkomnir. „Funduð þið þá engan sem var fullkomlega ánægður og hamingjusamur?" spurði drottinn. „Nei, engan," svöruðu englarnir, „nema ef vera skyldi gamlan mann sem við hittum rétt áðan. Svo sögðu þeir honum frá manninum í kofanum sem spann gullþráð á snældu. Þá brosti guð lítið eitt og sagði: Þennan öldung skal ég gera æðsta kennara mannanna. Hann skal kenna þeim að finna gæfuna. Hann skal kenna þeim að menntast og vaxa og verða að fullkomnum mönnum. Tíminn, augnablikið, er það dýrmætasta sem til er. DagataliðÍ inngangi að bók sinni um ævi og störf Sigurbjörns Einarssonar biskups segir Sigurður A. Magnússon frá fyrstu kynnum sínum af þessum einstaka manni.Þetta var árið 1941 og Sigurbjörn nýkominn til starfa í Hallgrímssókn. Hann kom á fund hjá KFUM við Amtmannsstíg og talaði til drengja innan við fermingu á þann veg að hann hélt athygli þeirra óskiptri til enda. Um inntak orða hans segir Sigurður: „Hann var að brýna okkur að fara vel með tímann og glutra ekki niður dögum okkar.Í því samhengi tók hann dæmi af dagatalinu. Við rífum daglega eitt blað, vöðlum því saman og fleygjum í bréfakörfuna eða út í buskann, en hvert einstakt blað er tákn um dýrmæta gjöf sem ekki má lenda í glatkistunni, því fyrir hana verður aldrei bætt. Mér er í minni hve ljóslega og myndrænt hann lagði út af hinni einföldu samlíkingu, enda er þetta ræðan sem ég man best frá unglingsárunum."Brýning Sigurbjörns er sígild. Á umbrotatímum eins og núna, þegar óvissan bítur, framtíðin getur orðið hvernig sem er, og gengin spor hræða, er margt verra en að njóta augnabliksins. Vera til af öllum lífs og sálar kröftum. Hér og nú.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun