Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta 1. janúar 2009 14:14 Jóhann Óli Guðmundsson Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum. Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum.
Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira