Lífið

Söngkona gefur út myndasögubók

Alhæfir um þjóðir Myndasögubók Lóu Hjálmtýsdóttur er góðlátlegt grín um hvernig fólk á það til að alhæfa um þjóðir.Fréttablaðið/Anton
Alhæfir um þjóðir Myndasögubók Lóu Hjálmtýsdóttur er góðlátlegt grín um hvernig fólk á það til að alhæfa um þjóðir.Fréttablaðið/Anton

„Bókin kemur út á mánudaginn," segir Lóa Hjálmtýsdóttir um væntanlega myndasögubók sína Alhæft um þjóðir. Bókin er gefin út af bókaforlaginu Okei bæ-kur og er hluti af bókaflokki sem kallast Litlu sætu.

Lóa er söngkona í hljómsveitinni FM Belfast og segir hugmyndina að Alhæft um þjóðir hafa fæðst á einu tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. „Einn í hópnum var alltaf að draga ályktanir eftir að við vorum búin að vera korter í einhverri borg og út frá því spannst grín um hvernig fólk alhæfir oft um þjóðir. Fólk á það til að gera þetta alveg grimmt. Þetta er svolítið eins og ég hafi dregið ályktun út frá einhverjum einum atburði sem ég hef séð gerast," útskýrir Lóa. „Þetta eru bara skrítnir brandarar og vonandi eru einhverjir af þeim fyndnir fyrir aðra en mig og mömmu," bætir hún við og brosir.

Lóa hefur í mörgu að snúast um þessar mundir því auk útgáfu bókarinnar er tónleikaferðalag fram undan. „Við erum að fara til Þýskalands í dag og Frakklands þarnæstu helgi. Við förum í þrjár styttri ferðir fyrir jól, en lengri tónleikaferðalög hefjast eftir áramót. Þá mun platan sem við gáfum út í fyrra koma út í Evrópu og Bandaríkjunum," segir hún. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.