Vinnufúsu hendurnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. nóvember 2009 06:00 Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla um mig. Að vísu verður reynt að tengja hann efnahagsástandinu í lokin, en það er veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst um mig. Því þegar ég var sautján ára gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki. Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróður minn en hann var ekki laus. Benti á mig. „Er hann vanur?" „Nei, hefur aldrei komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi mörg sumur." „Já, já heyri í þér síðar." En þar sem mikið lá við, dallurinn var kominn langleiðina á miðin þegar einn hásetinn slasaðist og sigla þurfti honum í land, var ákveðið að gefa liðléttingnum tækifæri. Og fjölskyldan var undirlögð; það þurfti að kaupa galla og allskyns græjur, gúmmístígvél og síðar ullarbuxur. Síðan var farið út að borða og línurnar lagðar. „Láttu aldrei biðja þig tvisvar um neitt." „Á fætur við fyrsta ræs." „Ekki láta standa á þér við neitt verk." Og svo kom Hilmir og kyssti kinnunginn, sá slasaði borinn í land og liðléttingurinn skottaðist um borð. Og fyrr en varði var haldið af stað út aftur og ljósin í Hafnarfirði hurfu í sortann. Ekki skildi standa á mér. Enginn tími til að koma sér fyrir í klefanum, best að halda beint í stakkaklefann og græja sig upp. Brakandi nýr sjógallinn lýsti eins og neonljós og hægt hefði verið að gera að fiski með brotunum í buxunum. Það ískraði í nýju gúmmíinu í vettlingunum, en brátt var ég tilbúinn og kominn upp á dekk. Þþar sem ég stóð ölduna og rýndi í sortann varð ég þess fljótlega áskynja að ég var einn á dekkinu. Ég lét það þó ekkert á mig fá, rölti um mannalegur og hummaði yfir hinu og þessu. „Ætli sé ekki rétt að færa þennan kaðal aðeins til hægri?" „Hvað er þessi krókstjaki að gera hér?" „Netakarfan veltur um á dekkinu." „Best að hrækja fyrir borðstokkinn." En brátt rann upp fyrir mér ljós; engin verk var að vinna fyrir mínar vinnufúsu hendur. Ég laumaði mér úr gallanum og niður í matsal, en þar lágu menn og horfðu á vídeó og drukku kaffi. Enda á öðru útstími og öll verk löngu unnin. og mórallinn? Sosum enginn. Nema kannski sá að betra er að nýta vinnufúsar hendur þegar þær eru til staðar. Það getur margborgað sig að finna verk fyrir þær; frekar en að láta þær væflast í iðjuleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun
Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla um mig. Að vísu verður reynt að tengja hann efnahagsástandinu í lokin, en það er veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst um mig. Því þegar ég var sautján ára gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki. Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróður minn en hann var ekki laus. Benti á mig. „Er hann vanur?" „Nei, hefur aldrei komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi mörg sumur." „Já, já heyri í þér síðar." En þar sem mikið lá við, dallurinn var kominn langleiðina á miðin þegar einn hásetinn slasaðist og sigla þurfti honum í land, var ákveðið að gefa liðléttingnum tækifæri. Og fjölskyldan var undirlögð; það þurfti að kaupa galla og allskyns græjur, gúmmístígvél og síðar ullarbuxur. Síðan var farið út að borða og línurnar lagðar. „Láttu aldrei biðja þig tvisvar um neitt." „Á fætur við fyrsta ræs." „Ekki láta standa á þér við neitt verk." Og svo kom Hilmir og kyssti kinnunginn, sá slasaði borinn í land og liðléttingurinn skottaðist um borð. Og fyrr en varði var haldið af stað út aftur og ljósin í Hafnarfirði hurfu í sortann. Ekki skildi standa á mér. Enginn tími til að koma sér fyrir í klefanum, best að halda beint í stakkaklefann og græja sig upp. Brakandi nýr sjógallinn lýsti eins og neonljós og hægt hefði verið að gera að fiski með brotunum í buxunum. Það ískraði í nýju gúmmíinu í vettlingunum, en brátt var ég tilbúinn og kominn upp á dekk. Þþar sem ég stóð ölduna og rýndi í sortann varð ég þess fljótlega áskynja að ég var einn á dekkinu. Ég lét það þó ekkert á mig fá, rölti um mannalegur og hummaði yfir hinu og þessu. „Ætli sé ekki rétt að færa þennan kaðal aðeins til hægri?" „Hvað er þessi krókstjaki að gera hér?" „Netakarfan veltur um á dekkinu." „Best að hrækja fyrir borðstokkinn." En brátt rann upp fyrir mér ljós; engin verk var að vinna fyrir mínar vinnufúsu hendur. Ég laumaði mér úr gallanum og niður í matsal, en þar lágu menn og horfðu á vídeó og drukku kaffi. Enda á öðru útstími og öll verk löngu unnin. og mórallinn? Sosum enginn. Nema kannski sá að betra er að nýta vinnufúsar hendur þegar þær eru til staðar. Það getur margborgað sig að finna verk fyrir þær; frekar en að láta þær væflast í iðjuleysi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun