Íslensk erfðagreining seld til Saga Investments 17. nóvember 2009 08:05 deCODE hefur undirritað samning við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni.Þetta kemur fram í tilkyningu frá deCODE í morgun. Þar segir að á undanförnum mánuðum hefur stjórn deCODE skoðað fjölmarga kosti til að endurskipuleggja rekstur félagsins, þar á meðal sölu á einstökum rekstrareiningum og þróunarlyfjum, reynt var að semja við eigendur útistandandi breytanlegra skuldabréfa og selja nýtt hlutafé.Niðurstaða þessarar vinnu er sú að undirritaður hefur verið samningur við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni.Samningurinn er gerður í samræmi við grein 363 í bandarískum gjaldþrotalögum, en samkvæmt greininni er gildistaka samningsins háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki dómstóla og því að fram fari gagnsætt og opinbert uppboðsferli á vegum gjaldþrotadómstólsins þar sem öllum áhugasömum aðilum verði gefinn kostur á að bjóða í eignir og starfsemi ÍE, í samkeppni við það bindandi tilboð sem nú liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að eftir að söluferli á ÍE sé lokið og endanlegur kaupsamningur hafi komist á, fari móðurfélagið deCODE genetics Inc. í slitameðferð með samþykki gjaldþrotadómstólsins. Miðað við fjárhæð skulda móðurfélagsins er afar ólíklegt að hluthafar deCODE fái úthlutun af söluverðmæti eigna þess. Tilboðsgjafar í rekstur Íslenskrar erfðagreiningar hyggjast halda starfsemi félagsins í sama horfi og verið hefur. deCODE genetics Inc. hefur einnig gert samkomulag við Saga Investments um tímabundna fjármögnun til að standa straum af kostnaði við rekstur fyrirtækisins á greiðslustöðvunartímanum. deCODE gerir ráð fyrir að þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar raskist ekki á því tímabili. Sérstaklega skal tekið fram að umsóknin um greiðslustöðvun sé eingöngu í nafni deCODE genetics Inc. en nái ekki til dótturfélaga þess, þ.m.t. Íslenskar erfðagreiningar.deCODE genetics Inc., móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sótti í dag, að eigin frumkvæði, um greiðslustöðvun skv. 11 kafla bandarískra gjaldþrotalaga (e. Chapter 11) fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. Þetta er liður í endurskipulagningarferli félagsins, meðal annars til að auðvelda sölu á eignum móðurfyrirtækisins til að hámarka verðmæti þeirra. Daglegur rekstur samstæðunnar verður óbreyttur á greiðslustöðvunartíma í samræmi við ákvæði bandarískra laga. Tengdar fréttir DeCode fer fram á gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum DeCode Genetics hefur sótt um greiðslustöðvun eða gjaldþrotsvernd fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. DeCode Genetics er móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Umsóknin var lögð fram seint í gær að því er fréttastofa Reuters greinir frá og í henni kemur fram að heildareignir fyrirtækisins í lok júní hafi numið um 70 milljónum bandaríkjadala eða 7,4 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma námu heildarskuldir félagsins 313 milljónum dollara eða tæpum 39 milljörðum íslenskra króna. 17. nóvember 2009 07:09 Kaupendur ÍE velta 550 milljörðum í fjárfestingum Fjárfestingarfélögin tvö sem standa á bakvið Saga Investments sem gert hefur kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) velta samtals 4,5 milljörðum dollara eða rúmlega 550 milljörðum kr. 17. nóvember 2009 08:56 Starfsemi ÍE á Íslandi tryggð, starfsmenn halda störfum sínum Með tilboði því sem Saga Investments hefur lagt fram í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) er starfsemi þess tryggð á Íslandi og munu starfsmenn félagsins halda störfum sínum. 17. nóvember 2009 08:34 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
deCODE hefur undirritað samning við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni.Þetta kemur fram í tilkyningu frá deCODE í morgun. Þar segir að á undanförnum mánuðum hefur stjórn deCODE skoðað fjölmarga kosti til að endurskipuleggja rekstur félagsins, þar á meðal sölu á einstökum rekstrareiningum og þróunarlyfjum, reynt var að semja við eigendur útistandandi breytanlegra skuldabréfa og selja nýtt hlutafé.Niðurstaða þessarar vinnu er sú að undirritaður hefur verið samningur við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni.Samningurinn er gerður í samræmi við grein 363 í bandarískum gjaldþrotalögum, en samkvæmt greininni er gildistaka samningsins háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki dómstóla og því að fram fari gagnsætt og opinbert uppboðsferli á vegum gjaldþrotadómstólsins þar sem öllum áhugasömum aðilum verði gefinn kostur á að bjóða í eignir og starfsemi ÍE, í samkeppni við það bindandi tilboð sem nú liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að eftir að söluferli á ÍE sé lokið og endanlegur kaupsamningur hafi komist á, fari móðurfélagið deCODE genetics Inc. í slitameðferð með samþykki gjaldþrotadómstólsins. Miðað við fjárhæð skulda móðurfélagsins er afar ólíklegt að hluthafar deCODE fái úthlutun af söluverðmæti eigna þess. Tilboðsgjafar í rekstur Íslenskrar erfðagreiningar hyggjast halda starfsemi félagsins í sama horfi og verið hefur. deCODE genetics Inc. hefur einnig gert samkomulag við Saga Investments um tímabundna fjármögnun til að standa straum af kostnaði við rekstur fyrirtækisins á greiðslustöðvunartímanum. deCODE gerir ráð fyrir að þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar raskist ekki á því tímabili. Sérstaklega skal tekið fram að umsóknin um greiðslustöðvun sé eingöngu í nafni deCODE genetics Inc. en nái ekki til dótturfélaga þess, þ.m.t. Íslenskar erfðagreiningar.deCODE genetics Inc., móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sótti í dag, að eigin frumkvæði, um greiðslustöðvun skv. 11 kafla bandarískra gjaldþrotalaga (e. Chapter 11) fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. Þetta er liður í endurskipulagningarferli félagsins, meðal annars til að auðvelda sölu á eignum móðurfyrirtækisins til að hámarka verðmæti þeirra. Daglegur rekstur samstæðunnar verður óbreyttur á greiðslustöðvunartíma í samræmi við ákvæði bandarískra laga.
Tengdar fréttir DeCode fer fram á gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum DeCode Genetics hefur sótt um greiðslustöðvun eða gjaldþrotsvernd fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. DeCode Genetics er móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Umsóknin var lögð fram seint í gær að því er fréttastofa Reuters greinir frá og í henni kemur fram að heildareignir fyrirtækisins í lok júní hafi numið um 70 milljónum bandaríkjadala eða 7,4 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma námu heildarskuldir félagsins 313 milljónum dollara eða tæpum 39 milljörðum íslenskra króna. 17. nóvember 2009 07:09 Kaupendur ÍE velta 550 milljörðum í fjárfestingum Fjárfestingarfélögin tvö sem standa á bakvið Saga Investments sem gert hefur kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) velta samtals 4,5 milljörðum dollara eða rúmlega 550 milljörðum kr. 17. nóvember 2009 08:56 Starfsemi ÍE á Íslandi tryggð, starfsmenn halda störfum sínum Með tilboði því sem Saga Investments hefur lagt fram í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) er starfsemi þess tryggð á Íslandi og munu starfsmenn félagsins halda störfum sínum. 17. nóvember 2009 08:34 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
DeCode fer fram á gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum DeCode Genetics hefur sótt um greiðslustöðvun eða gjaldþrotsvernd fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. DeCode Genetics er móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Umsóknin var lögð fram seint í gær að því er fréttastofa Reuters greinir frá og í henni kemur fram að heildareignir fyrirtækisins í lok júní hafi numið um 70 milljónum bandaríkjadala eða 7,4 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma námu heildarskuldir félagsins 313 milljónum dollara eða tæpum 39 milljörðum íslenskra króna. 17. nóvember 2009 07:09
Kaupendur ÍE velta 550 milljörðum í fjárfestingum Fjárfestingarfélögin tvö sem standa á bakvið Saga Investments sem gert hefur kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) velta samtals 4,5 milljörðum dollara eða rúmlega 550 milljörðum kr. 17. nóvember 2009 08:56
Starfsemi ÍE á Íslandi tryggð, starfsmenn halda störfum sínum Með tilboði því sem Saga Investments hefur lagt fram í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) er starfsemi þess tryggð á Íslandi og munu starfsmenn félagsins halda störfum sínum. 17. nóvember 2009 08:34