Meirihluti styður viðræðurnar 17. nóvember 2009 06:30 Hreyfingin sem gengur undir því fallega nafni Heimssýn, er með sérstakari söfnuðum landsins. Þar er komið saman fólk sem á það eitt sameiginlegt að vera sammála um hvað það vill ekki. Eins og í kirkjum og íþróttafélögum landsins, skiptir flokkspólitíkin ekki máli í Heimssýn. Heitustu vinstrimenn og öfga hægrimenn geta setið hlið við á kirkjubekk og ákallað guð sinn rétt eins og þeir geta sameinast á vellinum um að formæla dómaranum ef hann snuðar liðið þeirra um vítaspyrnu. Þannig getur trúin verið sameiningartákn og fótboltinn líka. Sameiningartákn Heimssýnar er andúðin á Evrópusambandinu. Máttur hennar er greinilega mikill eins og sést best á nýkjörnu forystupari hreyfingarinnar. Varla er hægt að hugsa sér fólk með jafn ólíkar stjórnmálaskoðanir og nýkjörinn formann Ásmund Daða Einarsson, þingmann VG, og varaformanninn Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur lögfræðing, en hún er fyrrverandi frambjóðandi til formanns Heimdallar og kosningastjóri Björns Bjarnasonar. Og andúðin á Evrópusambandinu hefur á köflum yfirbragð trúarhita hjá sumum þeirra sem hafa tekið að sér að tala fyrir hönd hreyfingarinnar. Þeirra á meðal er Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og fráfarandi formaður Heimssýnar. Ragnar kallaði eftir því um helgina að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði þegar í stað afturkölluð. Þá kröfu rökstuddi hann með því að skoðanakannanir hafa sýnt undanfarið að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því að Ísland gangi í sambandið. Ragnari láðist hins vegar alveg að nefna að sömu kannanir hafa ítrekað sýnt að mjög öruggur meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sú afstaða er auðvitað merki um að almenn skynsemi er útbreidd í landinu. Það er uppörvandi til þess að hugsa að almennt vilja Íslendingar ekki segja já og amen við Evrópusambandinu án þess að vita hvað innganga í sambandið hefur í för með sér. Meirihluti þjóðarinnar vill sem betur fer sjá og heyra hver er mögulegur ávinningur af því að bindast Evrópu nánari böndum og styður því að látið sé reyna á málið með samningaviðræðum. Ragnar Arnalds og félagar í Heimssýn vita að þjóðin mun hafa lokaorðið um hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki. Sú stund mun renna upp þegar samningur liggur fyrir og verður lagður í dóm kjósenda. Ómögulegt er að skilja af hverju Ragnar og skoðanasystkini hans vilja koma í veg fyrir að málið fái að hafa þann sjálfsagða og lýðræðislega gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Hreyfingin sem gengur undir því fallega nafni Heimssýn, er með sérstakari söfnuðum landsins. Þar er komið saman fólk sem á það eitt sameiginlegt að vera sammála um hvað það vill ekki. Eins og í kirkjum og íþróttafélögum landsins, skiptir flokkspólitíkin ekki máli í Heimssýn. Heitustu vinstrimenn og öfga hægrimenn geta setið hlið við á kirkjubekk og ákallað guð sinn rétt eins og þeir geta sameinast á vellinum um að formæla dómaranum ef hann snuðar liðið þeirra um vítaspyrnu. Þannig getur trúin verið sameiningartákn og fótboltinn líka. Sameiningartákn Heimssýnar er andúðin á Evrópusambandinu. Máttur hennar er greinilega mikill eins og sést best á nýkjörnu forystupari hreyfingarinnar. Varla er hægt að hugsa sér fólk með jafn ólíkar stjórnmálaskoðanir og nýkjörinn formann Ásmund Daða Einarsson, þingmann VG, og varaformanninn Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur lögfræðing, en hún er fyrrverandi frambjóðandi til formanns Heimdallar og kosningastjóri Björns Bjarnasonar. Og andúðin á Evrópusambandinu hefur á köflum yfirbragð trúarhita hjá sumum þeirra sem hafa tekið að sér að tala fyrir hönd hreyfingarinnar. Þeirra á meðal er Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og fráfarandi formaður Heimssýnar. Ragnar kallaði eftir því um helgina að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði þegar í stað afturkölluð. Þá kröfu rökstuddi hann með því að skoðanakannanir hafa sýnt undanfarið að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því að Ísland gangi í sambandið. Ragnari láðist hins vegar alveg að nefna að sömu kannanir hafa ítrekað sýnt að mjög öruggur meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sú afstaða er auðvitað merki um að almenn skynsemi er útbreidd í landinu. Það er uppörvandi til þess að hugsa að almennt vilja Íslendingar ekki segja já og amen við Evrópusambandinu án þess að vita hvað innganga í sambandið hefur í för með sér. Meirihluti þjóðarinnar vill sem betur fer sjá og heyra hver er mögulegur ávinningur af því að bindast Evrópu nánari böndum og styður því að látið sé reyna á málið með samningaviðræðum. Ragnar Arnalds og félagar í Heimssýn vita að þjóðin mun hafa lokaorðið um hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki. Sú stund mun renna upp þegar samningur liggur fyrir og verður lagður í dóm kjósenda. Ómögulegt er að skilja af hverju Ragnar og skoðanasystkini hans vilja koma í veg fyrir að málið fái að hafa þann sjálfsagða og lýðræðislega gang.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun