Körfubolti

IE-deild karla: Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson átti góðan leik með Njarðvík í kvöld.
Magnús Þór Gunnarsson átti góðan leik með Njarðvík í kvöld.

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar að Njarðvík vann 67-74 sigur gegn Grindavík í Suðurnesjaslag í Röstinni í Grindavík.

Njarðvíkingar eru enn taplausir í deildinni líkt og KR-ingar sem unnu í kvöld 107-114 sigur gegn Tindastóli. Þá vann Breiðablik sinn fyrsta sigur í vetur og það með stæl því liðið vann 67-96 stórsigur gegn FSu.

Staðan í hálfleik hjá Grindavík og Njarðvík var 38-34 heimamönnum í vil en gestirnir lögðu grunninn að sigri sínum með ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 24 stig á móti aðeins 8 stigum heimamanna.

Sigur Njarðvíkinga var því í raun aldrei í hættu þó svo að Grindvíkingar hafi saxað duglega á forskotið í fjórða leikhlutanum en lokatölur urðu sem segir 67-74.

Hjá Njarðvík var Magnús Þór Gunnarsson atkvæðamestur með 21 stig en Friðrik Stefánsson kom næstur með 18 stig og 15 fráköst. Hjá Grindvíkingum var Þorleifur Ólafsson stigahæstur með 15 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 13 stig.

Nánari umfjöllun um leik Grindavíkur og Njarðvíkur ásamt viðtölum birtist á Vísi síðar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Grindavík-Njarðvík 67-74

Tindastóll-KR 107-114

FSu-Breiðablik 67-96








Fleiri fréttir

Sjá meira


×