VG á tímamótum 1. október 2009 05:30 Fátt bendir til annars en að ríkisstjórnin lifi af brotthvarf Ögmundar Jónassonar úr heilbrigðisráðuneytinu. Hvort stjórnarsamstarfið er á vetur setjandi er allt annað mál. Það er fyrir löngu orðin klisja í íslenskri stjórnmálaumræðu að VG sé óstjórntækur flokkur. Þegar VG-liðar settust í ríkisstjórn síðastliðinn febrúar gafst þeim í fyrsta skipti tækifæri til að þvo þann stimpil af sér. Sjö mánuðum síðar vitum við ekki enn hver niðurstaðan verður. En svardagarnir nálgast óðfluga. Það fer ekki á milli mála eftir atburði gærdagsins. Í raun velta örlög stjórnarinnar á því hvernig stjórnmálaflokkur Vinstrihreyfingin - grænt framboð ætlar sér að vera. Og það liggur á fyrir samfélagið að flokkurinn fari að ákveða það. Möguleikarnir eru um það bil tveir. Annars vegar getur VG verið burðarafl í þjóðlífinu, reiðubúið til að koma að stjórn og mótun samfélagsins, hins vegar hávær andófsflokkur dæmdur til eilífrar stjórnarandstöðu. Eftir tilraunastarfsemi, sem gekk út á að vera í báðum rullum undanfarna mánuði, sá heilbrigðisráðherra sína sæng uppreidda í gær og sagði af sér. Það var skynsamleg ákvörðun. Stóra spurningin er hversu margir í VG munu fylgja Ögmundi. Ef þeir verða margir eru miklar líkur á að VG verði andspyrnuflokkur sem kunni aðeins að gagnrýna og vera á móti, eins og svo margir hafa haldið lengi fram. Nú er það svo sannarlega verðugt hlutverk á stjórnmálasviðinu að sýna öflugt aðhald og veita kröftuga stjórnarandstöðu. VG stóð þá vakt af elju og samviskusemi áður en flokkurinn fór í ríkisstjórn. Það hlýtur þó að vera metnaðarmál fyrir allar stjórnmálahreyfingar að komast í þá aðstöðu að láta verkin tala. En til þess að svo verði þarf nánast undantekningalaust að gera málamiðlanir af einhverju tagi. Ögmundur var ekki tilbúinn til þess og valdi frekar að kveðja. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í sumar hafa ríkt töluverðir kærleikar milli Ögmundar, og fleiri VG-liða, og forystumanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hið undarlega við þá gagnkvæmu aðdáun er að hún byggir fyrst og síðast á sameiginlegri andstöðu við tvö tiltekin mál. Það fyrra er andúðin á Evrópusambandinu, hið síðara mótspyrnan við Icesave-samninginn. Í svo til öllum öðrum málefnum er djúp gjá milli sjónarmiða Ögmundar og félaga og núverandi stjórnarandstöðuflokka. Þeir eru sem sagt mjög sammála um hvað á ekki að gera, en eru á öndverðum meiði um hvað á að gera. Þegar allt snýst um að reisa við það sem er hrunið, er alveg á hreinu að það er ekkert byggingarefni að finna í slíku samkrulli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Fátt bendir til annars en að ríkisstjórnin lifi af brotthvarf Ögmundar Jónassonar úr heilbrigðisráðuneytinu. Hvort stjórnarsamstarfið er á vetur setjandi er allt annað mál. Það er fyrir löngu orðin klisja í íslenskri stjórnmálaumræðu að VG sé óstjórntækur flokkur. Þegar VG-liðar settust í ríkisstjórn síðastliðinn febrúar gafst þeim í fyrsta skipti tækifæri til að þvo þann stimpil af sér. Sjö mánuðum síðar vitum við ekki enn hver niðurstaðan verður. En svardagarnir nálgast óðfluga. Það fer ekki á milli mála eftir atburði gærdagsins. Í raun velta örlög stjórnarinnar á því hvernig stjórnmálaflokkur Vinstrihreyfingin - grænt framboð ætlar sér að vera. Og það liggur á fyrir samfélagið að flokkurinn fari að ákveða það. Möguleikarnir eru um það bil tveir. Annars vegar getur VG verið burðarafl í þjóðlífinu, reiðubúið til að koma að stjórn og mótun samfélagsins, hins vegar hávær andófsflokkur dæmdur til eilífrar stjórnarandstöðu. Eftir tilraunastarfsemi, sem gekk út á að vera í báðum rullum undanfarna mánuði, sá heilbrigðisráðherra sína sæng uppreidda í gær og sagði af sér. Það var skynsamleg ákvörðun. Stóra spurningin er hversu margir í VG munu fylgja Ögmundi. Ef þeir verða margir eru miklar líkur á að VG verði andspyrnuflokkur sem kunni aðeins að gagnrýna og vera á móti, eins og svo margir hafa haldið lengi fram. Nú er það svo sannarlega verðugt hlutverk á stjórnmálasviðinu að sýna öflugt aðhald og veita kröftuga stjórnarandstöðu. VG stóð þá vakt af elju og samviskusemi áður en flokkurinn fór í ríkisstjórn. Það hlýtur þó að vera metnaðarmál fyrir allar stjórnmálahreyfingar að komast í þá aðstöðu að láta verkin tala. En til þess að svo verði þarf nánast undantekningalaust að gera málamiðlanir af einhverju tagi. Ögmundur var ekki tilbúinn til þess og valdi frekar að kveðja. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í sumar hafa ríkt töluverðir kærleikar milli Ögmundar, og fleiri VG-liða, og forystumanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hið undarlega við þá gagnkvæmu aðdáun er að hún byggir fyrst og síðast á sameiginlegri andstöðu við tvö tiltekin mál. Það fyrra er andúðin á Evrópusambandinu, hið síðara mótspyrnan við Icesave-samninginn. Í svo til öllum öðrum málefnum er djúp gjá milli sjónarmiða Ögmundar og félaga og núverandi stjórnarandstöðuflokka. Þeir eru sem sagt mjög sammála um hvað á ekki að gera, en eru á öndverðum meiði um hvað á að gera. Þegar allt snýst um að reisa við það sem er hrunið, er alveg á hreinu að það er ekkert byggingarefni að finna í slíku samkrulli.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun