Þröng staða – þrjár leiðir Þorvaldur Gylfason skrifar 1. október 2009 06:00 Íslendingar eiga nú um þrjár leiðir að velja út úr þeirri þröngu stöðu, sem gömlu bankarnir komu landinu í með fulltingi stjórnmálastéttarinnar og stjórnenda nokkurra stórfyrirtækja. Fyrsti kosturinn er að halda í þau áform, sem lýst er í efnahagsáætlun stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) í nóvember 2008, og endurskoða þau eftir því sem aðstæður breytast. Næsti kostur er að hafna lánsfé AGS, en halda áfram að þiggja ráð sjóðsins. Þriðji kosturinn er að hafna bæði lánsfénu og ráðunum og róa á önnur mið. Athugum þessar þrjár leiðir í öfugri röð. Þriðja leiðinSumir glöggir menn, t.d. Jónas Kristjánsson ritstjóri, telja ríkisstjórnina eiga að hætta samstarfi við AGS, hafna bæði lánsfénu frá sjóðnum og skilyrðunum, sem eru forsenda lánafyrirgreiðslunnar skv. reglum sjóðsins. Jónas gerir sér fulla grein fyrir afleiðingunum, sem þetta hefði, svo sem fram kemur í líflegum leiðurum hans á vefnum. Gengi krónunnar myndi falla meira en orðið er, þar eð án lánsfjárins frá sjóðnum myndi gjaldeyrisforði Seðlabankans ekki duga til að skapa nægilegt traust til að verja krónuna frekara falli, þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt eða jafnvel fyrr, t.d. ef lánstraust ríkisins minnkar enn frekar en orðið er. Líklegt virðist, að svo færi, væri frekari aðstoð AGS afþökkuð.Ekki er ljóst, til hvaða bjargráða málsvarar þriðju leiðarinnar myndu vilja grípa annarra en þeirra, sem stjórnvöld sömdu um við AGS fyrir ári. Hitt er ljóst, að málsvarar þriðju leiðarinnar eru fúsir að leyfa genginu að falla meira en orðið er og hætta á, að það festist langt undir eðlilegum mörkum og liggi þar lengi eins og oft hefur gerzt í gjaldeyriskreppum. Hugsunin á bak við áætlun stjórnvalda er einmitt að reyna að forðast gengisfall niður úr öllu valdi, því það kemur illa við mörg heimili og fyrirtæki með miklar skuldir í erlendri mynt. MillileiðinAðrir glöggir menn, t.d. Robert Aliber, hagfræðiprófessor í háskólanum í Chicago og einn helzti fjármálakreppufræðingur heims, töldu í upphafi álitlegt að hafna lánsfé sjóðsins, en þiggja þó ráðin. Hér var ætlunin að umbera meira gengisfall en verða myndi, ef gjaldeyrisforðinn yrði aukinn með lánsfé frá AGS, og ráðast í umbætur í ríkisfjármálum og styrkja undirstöður og innviði efnahagslífsins til að reyna að hemja gengisfallið með því móti. Aliber leit svo á, að ráð sjóðsins gætu komið að góðu gagni, og undir þá skoðun tók Joseph Stiglitz prófessor, þegar hann gisti Ísland nýlega. Ráð sjóðsins og skilyrði lúta að lágmarksaðgerðum, sem nauðsynlegar eru taldar til að ná settu marki. Stjórnvöld þyrftu að réttu lagi að ráðast í mun róttækari umbætur en samkomulagið við sjóðinn tilgreinir. SjóðsleiðinRíkisstjórnin kaus að leita til AGS um lánsfé til að efla gjaldeyrisforðann og um efnahagsráðgjöf um greiðustu leiðina út úr ógöngunum. Lánsfénu var í upphafi ætlað það eitt að efla gjaldeyrisforðann til að gera Seðlabankanum kleift að verja gengi krónunnar fyrir tímabundnum skakkaföllum, en nauðsynlegt gæti þó reynzt að nota lánsféð til að forða ríkissjóði frá greiðslufalli, ef í harðbakkann slær. Séu skilyrði sjóðsins fyrir láninu ekki virt, verður frekara lánsfé ekki reitt fram. Fjárþörf landsins er svo mikil, að henni verður ekki mætt nema með samstilltu átaki sjóðsins og annarra lánveitenda, einkum Norðurlandanna auk Færeyja, Póllands og Rússlands. Önnur lönd, t.d. Bandaríkin, hafa ekki treyst sér til að styðja efnahagsáætlun Íslendinga og AGS beint. Norðurlöndin hafa frá öndverðu bundið stuðninginn því skilyrði, að Íslendingar leysi IceSave-deiluna við Breta og Hollendinga. Án stuðnings Norðurlandanna fellur áætlunin um sjálfa sig. Samt er IceSave-deilan enn í hörðum hnút ári eftir hrun fyrir gagnkvæma stífni, þótt lausn hennar hafi frá öndverðu verið forsenda áætlunarinnar, sem ríkisstjórnin smíðaði sjálf með fulltingi sjóðsins.Lendi áætlunin í langvarandi sjálfheldu, mun þjóðin standa frammi fyrir vali milli hinna tveggja kostanna, sem lýst var að framan. Millileiðin væri fær, þótt hún kostaði meira gengisfall en orðið er. Þriðja leiðin verður að teljast varasöm, enda hefur enginn teflt fram trúverðugri áætlun um betri og markvissari neyðarráð en þau, sem AGS mælir með. Líklegt má telja, að þriðju leiðinni myndi fylgja enn frekara gengisfall um hríð, meiri ríkishalli, aukin verðbólga og hætta á, að umheimurinn teldi Ísland stefna í átt að einangrun. Við þurfum ekki á því að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslendingar eiga nú um þrjár leiðir að velja út úr þeirri þröngu stöðu, sem gömlu bankarnir komu landinu í með fulltingi stjórnmálastéttarinnar og stjórnenda nokkurra stórfyrirtækja. Fyrsti kosturinn er að halda í þau áform, sem lýst er í efnahagsáætlun stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) í nóvember 2008, og endurskoða þau eftir því sem aðstæður breytast. Næsti kostur er að hafna lánsfé AGS, en halda áfram að þiggja ráð sjóðsins. Þriðji kosturinn er að hafna bæði lánsfénu og ráðunum og róa á önnur mið. Athugum þessar þrjár leiðir í öfugri röð. Þriðja leiðinSumir glöggir menn, t.d. Jónas Kristjánsson ritstjóri, telja ríkisstjórnina eiga að hætta samstarfi við AGS, hafna bæði lánsfénu frá sjóðnum og skilyrðunum, sem eru forsenda lánafyrirgreiðslunnar skv. reglum sjóðsins. Jónas gerir sér fulla grein fyrir afleiðingunum, sem þetta hefði, svo sem fram kemur í líflegum leiðurum hans á vefnum. Gengi krónunnar myndi falla meira en orðið er, þar eð án lánsfjárins frá sjóðnum myndi gjaldeyrisforði Seðlabankans ekki duga til að skapa nægilegt traust til að verja krónuna frekara falli, þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt eða jafnvel fyrr, t.d. ef lánstraust ríkisins minnkar enn frekar en orðið er. Líklegt virðist, að svo færi, væri frekari aðstoð AGS afþökkuð.Ekki er ljóst, til hvaða bjargráða málsvarar þriðju leiðarinnar myndu vilja grípa annarra en þeirra, sem stjórnvöld sömdu um við AGS fyrir ári. Hitt er ljóst, að málsvarar þriðju leiðarinnar eru fúsir að leyfa genginu að falla meira en orðið er og hætta á, að það festist langt undir eðlilegum mörkum og liggi þar lengi eins og oft hefur gerzt í gjaldeyriskreppum. Hugsunin á bak við áætlun stjórnvalda er einmitt að reyna að forðast gengisfall niður úr öllu valdi, því það kemur illa við mörg heimili og fyrirtæki með miklar skuldir í erlendri mynt. MillileiðinAðrir glöggir menn, t.d. Robert Aliber, hagfræðiprófessor í háskólanum í Chicago og einn helzti fjármálakreppufræðingur heims, töldu í upphafi álitlegt að hafna lánsfé sjóðsins, en þiggja þó ráðin. Hér var ætlunin að umbera meira gengisfall en verða myndi, ef gjaldeyrisforðinn yrði aukinn með lánsfé frá AGS, og ráðast í umbætur í ríkisfjármálum og styrkja undirstöður og innviði efnahagslífsins til að reyna að hemja gengisfallið með því móti. Aliber leit svo á, að ráð sjóðsins gætu komið að góðu gagni, og undir þá skoðun tók Joseph Stiglitz prófessor, þegar hann gisti Ísland nýlega. Ráð sjóðsins og skilyrði lúta að lágmarksaðgerðum, sem nauðsynlegar eru taldar til að ná settu marki. Stjórnvöld þyrftu að réttu lagi að ráðast í mun róttækari umbætur en samkomulagið við sjóðinn tilgreinir. SjóðsleiðinRíkisstjórnin kaus að leita til AGS um lánsfé til að efla gjaldeyrisforðann og um efnahagsráðgjöf um greiðustu leiðina út úr ógöngunum. Lánsfénu var í upphafi ætlað það eitt að efla gjaldeyrisforðann til að gera Seðlabankanum kleift að verja gengi krónunnar fyrir tímabundnum skakkaföllum, en nauðsynlegt gæti þó reynzt að nota lánsféð til að forða ríkissjóði frá greiðslufalli, ef í harðbakkann slær. Séu skilyrði sjóðsins fyrir láninu ekki virt, verður frekara lánsfé ekki reitt fram. Fjárþörf landsins er svo mikil, að henni verður ekki mætt nema með samstilltu átaki sjóðsins og annarra lánveitenda, einkum Norðurlandanna auk Færeyja, Póllands og Rússlands. Önnur lönd, t.d. Bandaríkin, hafa ekki treyst sér til að styðja efnahagsáætlun Íslendinga og AGS beint. Norðurlöndin hafa frá öndverðu bundið stuðninginn því skilyrði, að Íslendingar leysi IceSave-deiluna við Breta og Hollendinga. Án stuðnings Norðurlandanna fellur áætlunin um sjálfa sig. Samt er IceSave-deilan enn í hörðum hnút ári eftir hrun fyrir gagnkvæma stífni, þótt lausn hennar hafi frá öndverðu verið forsenda áætlunarinnar, sem ríkisstjórnin smíðaði sjálf með fulltingi sjóðsins.Lendi áætlunin í langvarandi sjálfheldu, mun þjóðin standa frammi fyrir vali milli hinna tveggja kostanna, sem lýst var að framan. Millileiðin væri fær, þótt hún kostaði meira gengisfall en orðið er. Þriðja leiðin verður að teljast varasöm, enda hefur enginn teflt fram trúverðugri áætlun um betri og markvissari neyðarráð en þau, sem AGS mælir með. Líklegt má telja, að þriðju leiðinni myndi fylgja enn frekara gengisfall um hríð, meiri ríkishalli, aukin verðbólga og hætta á, að umheimurinn teldi Ísland stefna í átt að einangrun. Við þurfum ekki á því að halda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun