Mælt með spilastokki Þorbjörns 30. nóvember 2009 05:00 Þorbjörn er ánægður með viðbrögðin við nýja spilastokknum. „Auðvitað er þetta mikill heiður. Það er gaman að fá viðbrögð við því sem maður gerir,“ segir hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hjá Íslensku auglýsingastofunni. Breska viðskiptablaðið Financial Times birti nýlega lista yfir það frumlegasta, frískasta og traustasta í ferðaheiminum. Þar er nýr spilastokkur Icelandair valinn það besta sem hægt er að taka með sér úr flugvélum. Tyler Brúlé, stofnandi og ritstjóri tímaritanna Wallpaper og Monocle, tók listann saman og er hann birtur í heild sinni í nýjasta tölublaði þess síðarnefnda. Spilin eru afar þjóðleg, eru í víkingaþema og vísa í goðafræði. „Það var kominn tími á að gera nýtt upplag að spilastokki fyrir Icelandair,“ segir Þorbjörn um tildrög þess að stokkurinn var hannaður. „Það var á óskalistanum hjá mér að gera spilastokk og við ákváðum að eyða aðeins meiri tíma í þetta en til var ætlast og reyna að gera eitthvað flott og sérstakt. Auðvelda leiðin hefði verið að gera venjulegan spilastokk og breyta bakhliðinni.“ Þorbjörn segir að forsvarsmenn Icelandair hafi strax verið mjög ánægðir með stokkinn og til marks um það var engin breytingatillaga lögð fram. „Það er frekar sjaldgjæft,“ segir hann. Viðbrögðin hafa verið góð, en Monocle er dreift í 150.000 eintökum um allan heim og er mjög virt á sínu sviði. Sjálfur er Þorbjörn ekki mikið fyrir að spila og kíkir í mesta lagi í einn og einn pókerleik. - afb Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Auðvitað er þetta mikill heiður. Það er gaman að fá viðbrögð við því sem maður gerir,“ segir hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hjá Íslensku auglýsingastofunni. Breska viðskiptablaðið Financial Times birti nýlega lista yfir það frumlegasta, frískasta og traustasta í ferðaheiminum. Þar er nýr spilastokkur Icelandair valinn það besta sem hægt er að taka með sér úr flugvélum. Tyler Brúlé, stofnandi og ritstjóri tímaritanna Wallpaper og Monocle, tók listann saman og er hann birtur í heild sinni í nýjasta tölublaði þess síðarnefnda. Spilin eru afar þjóðleg, eru í víkingaþema og vísa í goðafræði. „Það var kominn tími á að gera nýtt upplag að spilastokki fyrir Icelandair,“ segir Þorbjörn um tildrög þess að stokkurinn var hannaður. „Það var á óskalistanum hjá mér að gera spilastokk og við ákváðum að eyða aðeins meiri tíma í þetta en til var ætlast og reyna að gera eitthvað flott og sérstakt. Auðvelda leiðin hefði verið að gera venjulegan spilastokk og breyta bakhliðinni.“ Þorbjörn segir að forsvarsmenn Icelandair hafi strax verið mjög ánægðir með stokkinn og til marks um það var engin breytingatillaga lögð fram. „Það er frekar sjaldgjæft,“ segir hann. Viðbrögðin hafa verið góð, en Monocle er dreift í 150.000 eintökum um allan heim og er mjög virt á sínu sviði. Sjálfur er Þorbjörn ekki mikið fyrir að spila og kíkir í mesta lagi í einn og einn pókerleik. - afb
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira