Óþörf óvissa Þorsteinn Pálsson skrifar 5. maí 2009 06:00 Ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmum þremur mánuðum með skýru þingræðislegu umboði. Nú hefur hún fengið umboð fólksins í kosningum með sögulegum sigri VG og góðri kosningu Samfylkingarinnar. Hvers vegna þurfa ríkisstjórnarflokkarnir að eyða tíma nú í samninga um stjórnarmyndun? Nýjar aðstæður eða löng stjórnarseta geta kallað á endurnýjun á málefnalegum forsendum ríkisstjórnarsamstarfs. Engin ný ókunn mál hafa komið upp á starfstíma þessarar stjórnar. Ástæðurnar fyrir þeirri pólitísku óvissu sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa búið til eftir kosningarnar liggja þar af leiðandi ekki í augum uppi. Ríkisstjórnin á að geta tekið ákvarðanir eftir því sem þær ber að nema eitthvað sé að í samstarfinu. Ríkisfjármálin eru erfiðasta viðfangsefnið. Að réttu lagi átti ríkisstjórnin að upplýsa kjósendur um áform sín í þeim efnum fyrir kosningar. Það hefði verið lýðræðislegt. Fyrst það var ekki gert er ríkisstjórnin ekki í annarri tímapressu með það mál en að kynna niðurstöður eftir því sem þingmál þar að lútandi eru tilbúin af hennar hálfu. Efnislega veldur það hins vegar áhyggjum að forsætisráðherra hefur upplýst að ríkisstjórnin er nú aðeins að vinna að lausn á innan við þriðjungi fjárlagavandans. Þau skilaboð eru ekki til bjartsýni fallin. Þegar ríkisstjórnin sýnir lausnir á þessu sviði þurfa þær að vera sannfærandi og taka til heildarvandans þó að þær komi hugsanlega ekki allar til framkvæmda í einu. Evrópumálin eru annað lykilmál. Forystuflokkur ríkisstjórnarinnar sagði réttilega í kosningaumræðunum að aðildarumsókn yrði að senda ekki seinna en í júní. Kosningarnar leiddu til þeirra einu breytinga að því er stjórnarsamstarfið varðar að VG hefur ekki lengur pólitíska stöðu til að tefja framgang málsins. Þessi staða kallar á skjóta ákvörðun en ekki nýjan stjórnarsáttmála. Í þessu ljósi er einsýnt að ríkisstjórnin verður að leggja fyrir vorþingið tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn. Upphaf þessa ferils er auðvelt. Leiði aðildarviðræður til ásættanlegrar niðurstöðu standa menn á hinn bóginn frammi fyrir stjórnskipulegum vanda við að ljúka þeim. Almennt er talið að unnt sé að hefja viðræður um aðild þótt hún stangist á við stjórnarskrá. Frumvarp um aðildarsamning er þar á móti ekki unnt að leggja fyrir Alþingi fyrr en stjórnarskráin leyfir. Sú staða kallar á stjórnarskrárbreytingu með samþykki tveggja þinga og nýjum kosningum til Alþingis á milli. Alþingiskosningar á næsta ári eru því óhjákvæmilegar ef samningar takast. Í þessu ljósi þarf forsætisráðherra að skýra yfirlýsingu sína um að ríkisstjórnin ætli að sitja út kjörtímabilið. Venjulega þýðir það tungutak fjögur ár. Forsætisráðherra hlýtur að hafa átt við eins árs kjörtímabil því ella eru Evrópumálin í hreinu uppnámi. Heilt kjörtímabil og viðunandi lausn á Evrópumálunum eru einfaldlega ósamrýmanlegir kostir. Án ályktunar á vorþinginu um aðildarumsókn sem báðir ríkisstjórnarflokkarnir standa að og styðja yrði ríkisstjórnin án framtíðarstefnu í peningamálum. Slík skilaboð gætu hvorki heimilin né atvinnufyrirtækin þolað. Óskynsamlegt er því, að þarflausu að því er virðist, að auka á óvissu um þessa hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmum þremur mánuðum með skýru þingræðislegu umboði. Nú hefur hún fengið umboð fólksins í kosningum með sögulegum sigri VG og góðri kosningu Samfylkingarinnar. Hvers vegna þurfa ríkisstjórnarflokkarnir að eyða tíma nú í samninga um stjórnarmyndun? Nýjar aðstæður eða löng stjórnarseta geta kallað á endurnýjun á málefnalegum forsendum ríkisstjórnarsamstarfs. Engin ný ókunn mál hafa komið upp á starfstíma þessarar stjórnar. Ástæðurnar fyrir þeirri pólitísku óvissu sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa búið til eftir kosningarnar liggja þar af leiðandi ekki í augum uppi. Ríkisstjórnin á að geta tekið ákvarðanir eftir því sem þær ber að nema eitthvað sé að í samstarfinu. Ríkisfjármálin eru erfiðasta viðfangsefnið. Að réttu lagi átti ríkisstjórnin að upplýsa kjósendur um áform sín í þeim efnum fyrir kosningar. Það hefði verið lýðræðislegt. Fyrst það var ekki gert er ríkisstjórnin ekki í annarri tímapressu með það mál en að kynna niðurstöður eftir því sem þingmál þar að lútandi eru tilbúin af hennar hálfu. Efnislega veldur það hins vegar áhyggjum að forsætisráðherra hefur upplýst að ríkisstjórnin er nú aðeins að vinna að lausn á innan við þriðjungi fjárlagavandans. Þau skilaboð eru ekki til bjartsýni fallin. Þegar ríkisstjórnin sýnir lausnir á þessu sviði þurfa þær að vera sannfærandi og taka til heildarvandans þó að þær komi hugsanlega ekki allar til framkvæmda í einu. Evrópumálin eru annað lykilmál. Forystuflokkur ríkisstjórnarinnar sagði réttilega í kosningaumræðunum að aðildarumsókn yrði að senda ekki seinna en í júní. Kosningarnar leiddu til þeirra einu breytinga að því er stjórnarsamstarfið varðar að VG hefur ekki lengur pólitíska stöðu til að tefja framgang málsins. Þessi staða kallar á skjóta ákvörðun en ekki nýjan stjórnarsáttmála. Í þessu ljósi er einsýnt að ríkisstjórnin verður að leggja fyrir vorþingið tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn. Upphaf þessa ferils er auðvelt. Leiði aðildarviðræður til ásættanlegrar niðurstöðu standa menn á hinn bóginn frammi fyrir stjórnskipulegum vanda við að ljúka þeim. Almennt er talið að unnt sé að hefja viðræður um aðild þótt hún stangist á við stjórnarskrá. Frumvarp um aðildarsamning er þar á móti ekki unnt að leggja fyrir Alþingi fyrr en stjórnarskráin leyfir. Sú staða kallar á stjórnarskrárbreytingu með samþykki tveggja þinga og nýjum kosningum til Alþingis á milli. Alþingiskosningar á næsta ári eru því óhjákvæmilegar ef samningar takast. Í þessu ljósi þarf forsætisráðherra að skýra yfirlýsingu sína um að ríkisstjórnin ætli að sitja út kjörtímabilið. Venjulega þýðir það tungutak fjögur ár. Forsætisráðherra hlýtur að hafa átt við eins árs kjörtímabil því ella eru Evrópumálin í hreinu uppnámi. Heilt kjörtímabil og viðunandi lausn á Evrópumálunum eru einfaldlega ósamrýmanlegir kostir. Án ályktunar á vorþinginu um aðildarumsókn sem báðir ríkisstjórnarflokkarnir standa að og styðja yrði ríkisstjórnin án framtíðarstefnu í peningamálum. Slík skilaboð gætu hvorki heimilin né atvinnufyrirtækin þolað. Óskynsamlegt er því, að þarflausu að því er virðist, að auka á óvissu um þessa hluti.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun