Cabrera vann Masters mótið eftir tvöfaldan bráðabana Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. apríl 2009 22:42 Angel Cabrera. Mynd/Getty Images Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira