Cabrera vann Masters mótið eftir tvöfaldan bráðabana Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. apríl 2009 22:42 Angel Cabrera. Mynd/Getty Images Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari. Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari.
Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira