Cabrera vann Masters mótið eftir tvöfaldan bráðabana Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. apríl 2009 22:42 Angel Cabrera. Mynd/Getty Images Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira