Sport

Hjörtur Már fer á kostum á EM fatlaðra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjörtur Már í lauginni.
Hjörtur Már í lauginni.

EM fatlaðra í sundi hófst í Laugardalsdalslauginni í gær og er óhætt að segja að Hjörtur Már Ingvarsson hafi átt daginn hvað íslenska keppendur snertir.

Hann tvíbætti eigið Íslandsmet í í 50 metra skriðsundi karla í flokki S5. Í undanrásunum synti Hjörtur á 50,36 sekúndur og bætti metið sitt um tæpar 4 sekúndur.

Í úrslitasundinu bætti Hjörtur um betur er hann synti á 50,09 sekúndum. Sá tími dugði honum í áttunda sætið.

Flottur árangur hjá Hirti Má sem er aðeins 14 ára gamall og aðeins að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti.

Sonja Sigurðardóttir hafnaði einnig í 8. sæti í 50 metra skriðsundi kvenna. Hún synti á 57,22 sekúndum í undanrásunum en í úrslitunum kom hún í mark á 58,62 sekúndum.

Dagurinn í lauginni var annars viðburðaríkur en alls féllu sex heimsmet og átta Evrópumet þennan fyrsta dag mótsins sem heldur áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×