Lífið

Tvær spila á Jólagraut

Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín spilar á hátíðinni Jólagraut á laugardagskvöld.
Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín spilar á hátíðinni Jólagraut á laugardagskvöld.
Hljómsveitirnar Hjálmar og Hjaltalín leiða sama hesta sína og fagna jólahátíðinni með tónleikum á Nasa á laugardagskvöld. Samkoman er haldin undir merkjum tónlistarveislunnar Jólagrautsins sem hefur verið haldin í kringum hátíðirnar frá árinu 2005. Þá léku Hjálmar, Mugison og Trabant á eftirminnilegum tónleikum. Hjálmar eru að fagna nýrri plötu sinni sem nefnist IV og Hjaltalín gaf á dögunum út sína aðra plötu, Terminal. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur í forsölu en verður 2.500 krónur við hurð á tónleikadag. Miðar fást í Skífunni og á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.