Lífið

Glímir við ástarsorg

Alexa Ray Joel, dóttir Billy Joel, er á batavegi.
Alexa Ray Joel, dóttir Billy Joel, er á batavegi.

Alexa Ray Joel, dóttir popparans Billy Joel og fyrirsætunnar Christie Brinkley, var flutt á spítala fyrr í vikunni, en talið er að hún hafi reynt að taka eigið líf. Brinkley og Joel sendu frá sér tilkynningu á miðvikudaginn þar sem þau sögðu líðan dóttur sinnar eftir atvikum og að hún væri útskrifuð af spítala og dveldi nú á heimili móður sinnar.

New York Post hélt því fram að Alexa Ray hafi innbirgt svefntöflur í kjölfar rifrildis við móður sína. Brinkley og Joel vísa þessu á bug og segja dóttur sína hafa „glímt við ástarsorg“, en hún hætti nýlega með kærasta sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.