Lífið

Love missti forræðið

mæðgur Courtney Love ásamt dóttur sinni, Frances Bean, fyrir tveimur árum.
mæðgur Courtney Love ásamt dóttur sinni, Frances Bean, fyrir tveimur árum.
Söngkonan Courtney Love, ekkja rokkarans Kurts Cobain, hefur misst forræðið yfir dóttur þeirra, Frances Bean Cobain. Dómstóll í Los Angeles úrskurðaði um þetta á dögunum. Það verður móðir Kurts, Wendy O"Connor, og systir hans, Kimberly Dawn Cobain, sem öðlast forræðið yfir Frances, sem er sautján ára. Ekki er vitað hvers vegna Love missti forræðið en undanfarin ár hefur hún átt við vímuefnavandamál að stríða. Kurt Cob­ain fyrirfór sér árið 1994 eftir að hafa nokkrum árum áður slegið í gegn með hljómsveitinni Nirvana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.