Íslenski boltinn

Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgeir í leik gegn Fylki.
Ásgeir í leik gegn Fylki. Mynd/Vilhelm

„Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld.

„Við náðum að halda hreinu í fyrri hálfleik. Leggjum svo upp með að leggjast aðeins til baka í seinni og sækja hratt á þá. Því miður fengum við mark á okkur snemma í seinni hálfleik sem fór aðeins með þá taktík. Við stýrðum samt leiknum vel á köflum en því miður náðum við ekki að setja mark á þá," sagði Ásgeir Gunnar en hvernig var að leika við þessar aðstæður?

„Það var mjög erfitt. Mikið rok og afar þungur völlur. Bæði lið samt í sömu stöðu," sagði Ásgeir sem hefur engar stórar áhyggjur þó svo fyrsta orrusta sumarsins hafi tapast.

„Við verðum bara að halda haus og dampi. Þetta tap setur okkur ekki út af laginu," sagði Ásgeir sem gat ekki lagt mat á réttmæti rauða spjaldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×