Lífið

Shakira gæðir sér á súkkulaði

shakira Söngkonan Shakira er dugleg við að stelast í súkkulaði. Hún segir það nauðsynlegt mótvægi við heilsufæðið.
shakira Söngkonan Shakira er dugleg við að stelast í súkkulaði. Hún segir það nauðsynlegt mótvægi við heilsufæðið.

Söngkonan Shakira segist vera dugleg við að stelast í súkkulaði þegar hún vill hvíla sig á stífu mataræði sínu og æfingaprógrammi. Hún telur að súkkulaðiðátið sé nauðsynlegt svona af og til.

„Mér finnst mikilvægt að halda jafnvægi í lífinu. Mér finnst mjög gaman að borða. Ég elska súkkulaði og alls kyns sætindi. Ég er algjörlega háð því,“ segir Shakira, sem er 32 ára. Hún segist vera sífellt að breytast og þroskast sem manneskja. Það endurspeglist til dæmis á nýjustu plötu hennar She Wolf.

„Lífið er bara þannig. Þú ert sífellt að leita að nýjum leiðum til að búa til bættari mynd af sjálfum þér. Frammistaða mín í söngnum endurspeglar hvernig mér líður í hvert skipti. Ef ég lít út fyrir að vera tilfinningaríkari og meiri kynvera þá er það vegna þess að þessi atriði skipta meira máli í mínu lífi en fyrir tíu árum,“ segir hún. „Ég er kona og kvenleiki minn endurspeglast á nýju plötunni minni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.