Frábærir leikmenn sem ég skil eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2009 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson og Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni í leik með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Valli Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því." Íslenski handboltinn Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því."
Íslenski handboltinn Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Sjá meira