Forsenda velferðarvarna Þorsteinn Pálsson skrifar 17. október 2009 06:00 Orkunýting og stóriðja eru málefni sem greina menn að í stjórnmálum. Það er ekki nýtt. Deilurnar hafa löngum staðið um tvennt: Annars vegar um hlutfallið milli nýtingar og náttúruverndar. Hins vegar um aðkomu erlendra fjárfesta. Í pólitísku samhengi má segja að VG hafi á þessu sviði eins og ýmsum öðrum tekið við merki Alþýðubandalagsins. Flokkurinn er nú í valdastöðu sem gerir honum kleift að hefta frjálslyndari og framsæknari nýtingarviðhorf sem eru í meirihluta í öðrum flokkum á Alþingi. Andstaðan við erlenda fjárfestingu er að sönnu veikari á vinstri væng stjórnmálanna en áður var. Náttúruverndarsjónarmiðunum er hins vegar teflt fram af meiri þunga. Í sumum tilvikum sýnast þau vera notuð ein og sér þó að markmiðið sé öðru fremur að hefta umsvif útlendinga í íslenskum þjóðarbúskap. Með öðrum orðum: Röksemdafærslan er ekki gagnsæ. Endurreisnaráætlunin sem gerð var með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir verulegri verðmætasköpun á næstu árum í orkufrekum iðnaði. Þær forsendur hagvaxtar voru ákveðnar í tíð fyrri ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Núverandi ríkisstjórn með Samfylkingu og VG kaus að gera þær forsendur að sínum. Það var vísbending um pólitíska ábyrgð. Orkuumræður síðustu vikna eru hins vegar vísbending um að pólitískar forsendur fyrir þessum áformum geti verið að bresta. Það er áhyggjuefni. Ekki fyrir þá sök að álver séu almennt til fegurðarbóta. Hitt skiptir meira máli í því mati að nýframkvæmdir á þessu sviði eru skilyrði þess að takast megi að búa til tekjur til að verja velferðarkerfið á Íslandi. Þessi framkvæmdaáform stefna því til velferðarbóta. Vissulega var það stílbrot þegar VG féllst á mikilvægi stóriðju í áætlunum fyrri ríkisstjórnar til endurreisnar þjóðarbúskapnum. Ætla verður að þar hafi legið ábyrg og raunsæ viðhorf að baki. Segja má að flokkurinn hafi viðurkennt að við ríkjandi aðstæður hafi stefna hans á þessu sviði verið of þröng til að þjóna heildarhagsmunum fólksins í landinu.Svigrúmið þrengistÞessi ábyrga afstaða er nú á undanhaldi. Trúlegasta skýringin er sú að það hafi einfaldlega gengið of nærri flokkskjarnanum í VG að víkja í jafn veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu sinni við stjórnarmyndunina. Það vantar innri styrk til að halda út með aðra stefnu en verið hefur á dagskrá flokksins. Það er skiljanlegt.Andstaða VG við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir stjórnarmyndun í febrúar byggðist á skýrri sýn. Frá bæjarhellu flokksins var sjóðurinn ímynd þess versta í heimskapítalismanum. Í sumar fór annar áhrifamesti forystumaður flokksins ekki dult með ákveðinn vilja sinn til að rifta samningnum um endurreisnaráætlunina. Stjórnarsamstarfið hékk um stund á bláþræði af þeim sökum.Þeir þingmenn flokksins, sem verið hafa í andófi vegna Icesave- samninganna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, láta nú undan síga. Það verður ýmsum í meira lagi erfitt. Til að létta á þeirri samviskuveiki kann að vera flokkslega nauðsynlegt að sýna trúnað við gömlu stefnuna á öðrum sviðum eins og til að mynda í orkunýtingarmálum.Flokkurinn getur ekki með formlegum hætti dregið samþykki sitt við stóriðjuframkvæmdir til baka. Þess í stað er völdunum beitt í fjármálaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu til þess að bregða fæti fyrir framkvæmd mála með skattatillögum og tæknilegum stjórnvaldsákvörðunum af ýmsu tagi. Það styrkir innanflokksástandið en veikir efnahagshorfurnar.Hvar er "nýtt lýðræði" nú?Ætli samstarfsflokkur VG að halda stjórnarsamstarfinu saman verður hann að taka tillit til þessara nýju viðhorfa. Þingmenn Samfylkingar eiga ekki annarra kosta völ en að axla ábyrgð á leikfléttum VG. Málefnalegur trúverðugleiki samstarfsins er hins vegar veikari á eftir.Þetta er pólitísk bakhlið málsins. Að sönnu er það ekki nýtt að stjórnarflokkar þreyti pólitíska refskák. Í þessu tilviki er það hins vegar of kostnaðarsamt fyrir þjóðina.Miklir almannahagsmunir eru í húfi. Það er ekki tilviljun að ný stóriðjuverkefni eru snar þáttur í tekjuöflunaráformum um endurreisn Íslands. Það er ekki tilviljun að forystumenn VG féllust á að halda þessum áformum við myndun núverandi stjórnar. Aðrar tekjuöflunarleiðir voru ekki í augsýn.Ráðherrar segja það ekki víst að tafaleikir þeirra muni stöðva stóriðjuáformin. Erfiðleikar við lánsfjáröflun geti ráðið því. Rétt er að þröngt er um lánsfjármagn. Sú staða er ekki gilt skálkaskjól fyrir tafaleikjum. Hún kallar einfaldlega á svör við því hvernig stjórnvöld ætla að vinna að lausn þess vanda.Forystumönnum andófsins í VG hefur undanfarið verið tíðrætt um "nýtt lýðræði". Það táknaði í sumar að hefðbundin bönd stjórnarsamstarfs mættu ekki hindra lýðræðislegan vilja Alþingis ef hann væri á annan veg í einstökum málum.Einmitt þessi hópur notar nú bönd stjórnarsamstarfsins til að koma í veg fyrir að breiður meirihlutavilji fyrir framsækinni og ábyrgri orkunýtingarstefnu nái fram að ganga. Hvar er hugmyndafræðin um "nýtt lýðræði" nú? Ekki var hún hentistefna, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Orkunýting og stóriðja eru málefni sem greina menn að í stjórnmálum. Það er ekki nýtt. Deilurnar hafa löngum staðið um tvennt: Annars vegar um hlutfallið milli nýtingar og náttúruverndar. Hins vegar um aðkomu erlendra fjárfesta. Í pólitísku samhengi má segja að VG hafi á þessu sviði eins og ýmsum öðrum tekið við merki Alþýðubandalagsins. Flokkurinn er nú í valdastöðu sem gerir honum kleift að hefta frjálslyndari og framsæknari nýtingarviðhorf sem eru í meirihluta í öðrum flokkum á Alþingi. Andstaðan við erlenda fjárfestingu er að sönnu veikari á vinstri væng stjórnmálanna en áður var. Náttúruverndarsjónarmiðunum er hins vegar teflt fram af meiri þunga. Í sumum tilvikum sýnast þau vera notuð ein og sér þó að markmiðið sé öðru fremur að hefta umsvif útlendinga í íslenskum þjóðarbúskap. Með öðrum orðum: Röksemdafærslan er ekki gagnsæ. Endurreisnaráætlunin sem gerð var með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir verulegri verðmætasköpun á næstu árum í orkufrekum iðnaði. Þær forsendur hagvaxtar voru ákveðnar í tíð fyrri ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Núverandi ríkisstjórn með Samfylkingu og VG kaus að gera þær forsendur að sínum. Það var vísbending um pólitíska ábyrgð. Orkuumræður síðustu vikna eru hins vegar vísbending um að pólitískar forsendur fyrir þessum áformum geti verið að bresta. Það er áhyggjuefni. Ekki fyrir þá sök að álver séu almennt til fegurðarbóta. Hitt skiptir meira máli í því mati að nýframkvæmdir á þessu sviði eru skilyrði þess að takast megi að búa til tekjur til að verja velferðarkerfið á Íslandi. Þessi framkvæmdaáform stefna því til velferðarbóta. Vissulega var það stílbrot þegar VG féllst á mikilvægi stóriðju í áætlunum fyrri ríkisstjórnar til endurreisnar þjóðarbúskapnum. Ætla verður að þar hafi legið ábyrg og raunsæ viðhorf að baki. Segja má að flokkurinn hafi viðurkennt að við ríkjandi aðstæður hafi stefna hans á þessu sviði verið of þröng til að þjóna heildarhagsmunum fólksins í landinu.Svigrúmið þrengistÞessi ábyrga afstaða er nú á undanhaldi. Trúlegasta skýringin er sú að það hafi einfaldlega gengið of nærri flokkskjarnanum í VG að víkja í jafn veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu sinni við stjórnarmyndunina. Það vantar innri styrk til að halda út með aðra stefnu en verið hefur á dagskrá flokksins. Það er skiljanlegt.Andstaða VG við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir stjórnarmyndun í febrúar byggðist á skýrri sýn. Frá bæjarhellu flokksins var sjóðurinn ímynd þess versta í heimskapítalismanum. Í sumar fór annar áhrifamesti forystumaður flokksins ekki dult með ákveðinn vilja sinn til að rifta samningnum um endurreisnaráætlunina. Stjórnarsamstarfið hékk um stund á bláþræði af þeim sökum.Þeir þingmenn flokksins, sem verið hafa í andófi vegna Icesave- samninganna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, láta nú undan síga. Það verður ýmsum í meira lagi erfitt. Til að létta á þeirri samviskuveiki kann að vera flokkslega nauðsynlegt að sýna trúnað við gömlu stefnuna á öðrum sviðum eins og til að mynda í orkunýtingarmálum.Flokkurinn getur ekki með formlegum hætti dregið samþykki sitt við stóriðjuframkvæmdir til baka. Þess í stað er völdunum beitt í fjármálaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu til þess að bregða fæti fyrir framkvæmd mála með skattatillögum og tæknilegum stjórnvaldsákvörðunum af ýmsu tagi. Það styrkir innanflokksástandið en veikir efnahagshorfurnar.Hvar er "nýtt lýðræði" nú?Ætli samstarfsflokkur VG að halda stjórnarsamstarfinu saman verður hann að taka tillit til þessara nýju viðhorfa. Þingmenn Samfylkingar eiga ekki annarra kosta völ en að axla ábyrgð á leikfléttum VG. Málefnalegur trúverðugleiki samstarfsins er hins vegar veikari á eftir.Þetta er pólitísk bakhlið málsins. Að sönnu er það ekki nýtt að stjórnarflokkar þreyti pólitíska refskák. Í þessu tilviki er það hins vegar of kostnaðarsamt fyrir þjóðina.Miklir almannahagsmunir eru í húfi. Það er ekki tilviljun að ný stóriðjuverkefni eru snar þáttur í tekjuöflunaráformum um endurreisn Íslands. Það er ekki tilviljun að forystumenn VG féllust á að halda þessum áformum við myndun núverandi stjórnar. Aðrar tekjuöflunarleiðir voru ekki í augsýn.Ráðherrar segja það ekki víst að tafaleikir þeirra muni stöðva stóriðjuáformin. Erfiðleikar við lánsfjáröflun geti ráðið því. Rétt er að þröngt er um lánsfjármagn. Sú staða er ekki gilt skálkaskjól fyrir tafaleikjum. Hún kallar einfaldlega á svör við því hvernig stjórnvöld ætla að vinna að lausn þess vanda.Forystumönnum andófsins í VG hefur undanfarið verið tíðrætt um "nýtt lýðræði". Það táknaði í sumar að hefðbundin bönd stjórnarsamstarfs mættu ekki hindra lýðræðislegan vilja Alþingis ef hann væri á annan veg í einstökum málum.Einmitt þessi hópur notar nú bönd stjórnarsamstarfsins til að koma í veg fyrir að breiður meirihlutavilji fyrir framsækinni og ábyrgri orkunýtingarstefnu nái fram að ganga. Hvar er hugmyndafræðin um "nýtt lýðræði" nú? Ekki var hún hentistefna, eða hvað?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun