Lífið

Rage á toppnum í Bretlandi

Númer eitt Rage Against the Machine eru á toppi breska vinsældarlistans um jólin.
Númer eitt Rage Against the Machine eru á toppi breska vinsældarlistans um jólin.

Killing in the Name með hljómsveitinni Rage Against the Machine situr á toppi breska vinsældarlistans um jólin - 17 árum eftir að lagið kom út.

Bretinn Jon Morter fór af stað með átakið sem kom laginu á toppinn. Lagið seldist í 50.000 fleiri eintökum en lagið sem var í öðru sæti; The Climb með X-Factor-spaðanum Joe McElderry. Morter var í skýjunum þegar tímaritið NME hafði samband við hann og tilkynnti að átakið hafi skilað árangri. „Andskotinn hafi það! Ég trúi ekki að lagið sé á toppnum,“ sagði hann.

Átakinu var beint gegn X-Factor-forsprakkanum Simon Cowell, en lög úr X-Factor hafa setið á toppi breska listans síðustu jól. Önnur lög sem hafa setið í fyrsta sæti um jólin eru meðal annars Another Brick in the Wall með Pink Floyd og I Will Always Love you með Whitney Houston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.