Lífið

Vill Tiger í Hangover 2

Tiger á hvíta tjaldið Leikstjóri The Hangover fékk Mike Tyson til að leika í myndinni og vill gjarnan fá aðra umdeilda íþróttastjörnu í framhaldsmyndina.
Tiger á hvíta tjaldið Leikstjóri The Hangover fékk Mike Tyson til að leika í myndinni og vill gjarnan fá aðra umdeilda íþróttastjörnu í framhaldsmyndina.

Todd Phillips vill fá golfarann Tiger Woods í framhaldsmyndina af Hangover. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum um allan heim komst núverið upp um framhjáhald Woods. Málið hefur valdið mikilli hneykslan, en golfarinn hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni og barnsmóður, Elin Nordegren.

Phillips fékk Mike Tyson til að leika í fyrstu Hangover kvikmyndinni og segist nú vilja annan umdeildan íþróttamann til að leika í framhaldsmyndinni. „Við ætlum að reyna að fá Tiger Woods í myndina og hjálpa honum að byggja upp ímynd sína á ný. Mike Tyson elskaði að leika í The Hangover og rugla í þeirri ímynd sem fólk hefur af honum. Hann vissi að við vorum ekki að gera grín af honum heldur þeirri skoðun sem fólk hefur á honum,“ segir leikstjórinn í viðtali við vefsíðuna hollyscoop.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.