Á sjó og landi Jónína Michaelsdóttir skrifar 22. desember 2009 02:00 Bróðir minn, sem var sjómaður alla sína starfsævi, sagði að lengst af hefði það verið þannig, að eftir að aflinn var kominn um borð hefðu menn drifið í að gera að honum, síðan sest niður og spjallað, gripið í spil, og látið líða úr sér í góðum félagsskap. Með tölvu-og myndbandavæðingunni hefði andrúmloftið um borð breyst. Þegar áhöfnin kom niður var myndbandi stungið í tækið og setið yfir því fram eftir kvöldi. Sér hefði þótt daufara á sjónum eftir þetta gengisfall á persónulegum samskiptum um borð. Hvað gerir nútímafjölskyldan þegar hún kemur heim úr vinnunni, foreldrarnir af sínum vinnustöðum og börnin af sínum, eftir sjö til átta tíma fjarvistir? Sest hún saman og spjallar um viðburði og verkefni dagsins? Eða er sett spóla í tækið? Eða sest við tölvuna? Á heimilum þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa eigið herbergi, eigin tölvu og jafnvel sjónvarp eða myndbandstæki inni hjá sér, geta þeir lokað að sér ef þá lystir. Við erum ekki endilega saman þó að við séum á sama stað, ekki frekar en fólk á sama hóteli. Það sem aldrei var talaðFólk sem ekki getur skilið vinnuna eftir á vinnustaðnum að degi loknum, heldur kannski að það sjáist ekki. Að þetta séu hugsanir sem brosandi andlit og hressileiki breiði yfir. Það er mikill misskilningur. Börn eru opið og vakandi skilningarvit og nema það undireins að áhugi foreldranna er á yfirborðinu. Hugurinn bak við umhyggjusamt fasið er víðs fjarri. Sjálfsmynd sem er í mótun fær þau skilaboð að viðkomandi sé ekki nægilega áhugaverður til að halda athygli sinna eigin foreldra. Unglingar eru líka býsna sleipir í að lesa foreldra sína, og nýta sér það gjarnan. Þeir eru á þröskuldi fullorðinsáranna, uppteknir af eigin tilfinningum og vinum sínum. Þurfa viðurkenningu umhverfisins. Sækja gildimat og viðmiðun annað ef undirstaðan er veik. Bæði börn og fullorðnir geta örmagnast á miklum álagstímum, og hugurinn lætur þá kannski illa að stjórn. Það er eðlilegt. Hitt er lakara ef það er daglegt brauð. Persónuleg nánd er gjarnan vanmetin gjöf. Þó er engin gjöf betri. Einar Benedikstsson segir í Einræðum Starkaðar: Ég batt þér minn fegursta söngvasveig, en samt var það dýrast, sem aldrei var talað." Einræðurnar eru spakmælasafn, og þetta er ekki lakast á þeim lista. Góða hliðinVið lifum merkilega og lærdómsríka tíma þessi misserin. Tæknivæðing og alþjóðatenging sem hver og einn getur nálgast á eigin heimili gegnum tölvuna hefur fært okkur mikinn fræðslubrunn og ótæmandi samskiptaleiðir, sem hver og einn nálgast eftir áhugasviði og upplagi. Þetta hefur bæði auðgað okkur og skaðað, veldur hver á heldur. Það er mikill tímasparnaður og hagræðing í farsíma, SMS skilaboðum og spjalli á netinu. En það kemur ekki í staðinn fyrir persónuleg samskipti. Það er dálítið 2007, eins og sagt er, að henda öllu gömlu og kaupa nýtt. Brjóta niður hús, til að byggja nýtt á sömu lóð. En það er ekkert sem segir að við getum ekki bæði lifað í núinu og horft til framtíðar, án þess að kasta fyrir róða því sem dýrmætt hefur talist og er ávinningur hverjum hverjum manni. Og það skemmtilega er, að nákvæmlega þetta er uppi á teningnum hjá okkur núna. Það er góða hliðin á vondu kreppunni. Það er ekki lengur hallærislegt að prjóna og klæðast lopapeysum. Ekkert er flottara í dag. Fólk leitar eftir samskiptum og samveru með vinum, og er opið fyrir hvers kyns uppákomum þar sem fólk kemur saman, annað hvort til að gleðjast eða fá útrás fyrir baráttumál eða reiði. Meira er lagt upp úr samveru í heimahúsum en á veitingastöðum, gönguferðir og útivist áberandi mikil og minni spenna á vissan hátt, um leið og hún er meiri en nokkru sinni fyrr. Undarleg þversögn. Þetta er tími sem knýr okkur til að endurskoða eigið gildismat og lífshætti. Tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Ekki horfa til annarra eftir viðurkenningu. Líta í eigin barm og gera upp hvað sé verðmætast í eigin lífi, hvað geri mann glaðan, hvað kyrri hugann og geri mann frjálsan. Jólahátíðin er til þess fallin að losa okkur úr eigin fjötrum, og gleðjast yfir því sem mestu skiptir, þegar allt er skoðað. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Bróðir minn, sem var sjómaður alla sína starfsævi, sagði að lengst af hefði það verið þannig, að eftir að aflinn var kominn um borð hefðu menn drifið í að gera að honum, síðan sest niður og spjallað, gripið í spil, og látið líða úr sér í góðum félagsskap. Með tölvu-og myndbandavæðingunni hefði andrúmloftið um borð breyst. Þegar áhöfnin kom niður var myndbandi stungið í tækið og setið yfir því fram eftir kvöldi. Sér hefði þótt daufara á sjónum eftir þetta gengisfall á persónulegum samskiptum um borð. Hvað gerir nútímafjölskyldan þegar hún kemur heim úr vinnunni, foreldrarnir af sínum vinnustöðum og börnin af sínum, eftir sjö til átta tíma fjarvistir? Sest hún saman og spjallar um viðburði og verkefni dagsins? Eða er sett spóla í tækið? Eða sest við tölvuna? Á heimilum þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa eigið herbergi, eigin tölvu og jafnvel sjónvarp eða myndbandstæki inni hjá sér, geta þeir lokað að sér ef þá lystir. Við erum ekki endilega saman þó að við séum á sama stað, ekki frekar en fólk á sama hóteli. Það sem aldrei var talaðFólk sem ekki getur skilið vinnuna eftir á vinnustaðnum að degi loknum, heldur kannski að það sjáist ekki. Að þetta séu hugsanir sem brosandi andlit og hressileiki breiði yfir. Það er mikill misskilningur. Börn eru opið og vakandi skilningarvit og nema það undireins að áhugi foreldranna er á yfirborðinu. Hugurinn bak við umhyggjusamt fasið er víðs fjarri. Sjálfsmynd sem er í mótun fær þau skilaboð að viðkomandi sé ekki nægilega áhugaverður til að halda athygli sinna eigin foreldra. Unglingar eru líka býsna sleipir í að lesa foreldra sína, og nýta sér það gjarnan. Þeir eru á þröskuldi fullorðinsáranna, uppteknir af eigin tilfinningum og vinum sínum. Þurfa viðurkenningu umhverfisins. Sækja gildimat og viðmiðun annað ef undirstaðan er veik. Bæði börn og fullorðnir geta örmagnast á miklum álagstímum, og hugurinn lætur þá kannski illa að stjórn. Það er eðlilegt. Hitt er lakara ef það er daglegt brauð. Persónuleg nánd er gjarnan vanmetin gjöf. Þó er engin gjöf betri. Einar Benedikstsson segir í Einræðum Starkaðar: Ég batt þér minn fegursta söngvasveig, en samt var það dýrast, sem aldrei var talað." Einræðurnar eru spakmælasafn, og þetta er ekki lakast á þeim lista. Góða hliðinVið lifum merkilega og lærdómsríka tíma þessi misserin. Tæknivæðing og alþjóðatenging sem hver og einn getur nálgast á eigin heimili gegnum tölvuna hefur fært okkur mikinn fræðslubrunn og ótæmandi samskiptaleiðir, sem hver og einn nálgast eftir áhugasviði og upplagi. Þetta hefur bæði auðgað okkur og skaðað, veldur hver á heldur. Það er mikill tímasparnaður og hagræðing í farsíma, SMS skilaboðum og spjalli á netinu. En það kemur ekki í staðinn fyrir persónuleg samskipti. Það er dálítið 2007, eins og sagt er, að henda öllu gömlu og kaupa nýtt. Brjóta niður hús, til að byggja nýtt á sömu lóð. En það er ekkert sem segir að við getum ekki bæði lifað í núinu og horft til framtíðar, án þess að kasta fyrir róða því sem dýrmætt hefur talist og er ávinningur hverjum hverjum manni. Og það skemmtilega er, að nákvæmlega þetta er uppi á teningnum hjá okkur núna. Það er góða hliðin á vondu kreppunni. Það er ekki lengur hallærislegt að prjóna og klæðast lopapeysum. Ekkert er flottara í dag. Fólk leitar eftir samskiptum og samveru með vinum, og er opið fyrir hvers kyns uppákomum þar sem fólk kemur saman, annað hvort til að gleðjast eða fá útrás fyrir baráttumál eða reiði. Meira er lagt upp úr samveru í heimahúsum en á veitingastöðum, gönguferðir og útivist áberandi mikil og minni spenna á vissan hátt, um leið og hún er meiri en nokkru sinni fyrr. Undarleg þversögn. Þetta er tími sem knýr okkur til að endurskoða eigið gildismat og lífshætti. Tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Ekki horfa til annarra eftir viðurkenningu. Líta í eigin barm og gera upp hvað sé verðmætast í eigin lífi, hvað geri mann glaðan, hvað kyrri hugann og geri mann frjálsan. Jólahátíðin er til þess fallin að losa okkur úr eigin fjötrum, og gleðjast yfir því sem mestu skiptir, þegar allt er skoðað. Gleðileg jól!