Lífið

Jackass í þrívídd

Hálfvitar Steve O og félagar verða í þrívídd á næsta ári.
Hálfvitar Steve O og félagar verða í þrívídd á næsta ári.
Johnny Knoxville og félagar hafa fengið grænt ljós á að framleiða næstu Jackass-mynd í þrívídd. Áætlað er að Jackass 3D komi út í október á næsta ári.

„Við ætlum að taka sömu þrívíddartækni og James Cameron notaði í Avatar og stinga henni upp í rassgatið á Steve O. Við ætlum að fara með heimsku upp á annað þrep,“ sagði Knoxville í tilefni fréttanna.

Þetta verður þriðja Jackass-myndin, en ævintýrið hófst sem þáttur á sjónvarpsstöðinni MTV. Jackass-drengirnir komu einu sinni til Íslands og mættu meðal annars á í Djúpu laugina á Skjá einum. Flettið því upp á Youtube.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.