Lífið

Leiður á heilsufæðinu

Nicole Kidman leggur mikla áherslu á heilsusamlegt líferni, en eiginmaður hennar fær sér borgara og franskar á Wendy‘s af og til.
Nicole Kidman leggur mikla áherslu á heilsusamlegt líferni, en eiginmaður hennar fær sér borgara og franskar á Wendy‘s af og til.

Tónlistarmaðurinn Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er sagður vera kominn leið á heilsufæðinu sem Nicole eldar á heimili þeirra. Leikkonan notar ekki sykur, salt, olíu eða smjör í eldamennskuna og er Urban oft sagður koma við á skyndibitastöðum, svo sem Wendy‘s, til að borða sig saddan.

Í viðtali við fjölmiðla vestan­hafs viðurkennir Kidman að hún leggi líka mikla áherslu á að þau hjónin stundi líkamsrækt. „Pabbi minn kenndi mér mikilvægi líkams­ræktar. Hann er 71 árs maraþonhlaupari, hleypur reglulega sextán kílómetra og fer í margra klukkutíma fjallgöngur á sunnudögum,“ útskýrir leikkonan, en segist þó ekki vera upptekin af því að telja kaloríur. „Ég er rúmlega 180 sentimetrar svo þyngdin er ekki aðalmálið hjá mér, heldur hef ég áhyggjur af hlutum eins og kólesteróli,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.