Hvern skal óttast? 8. júlí 2009 00:01 Það er næturvagn nokkur sem fer frá suðurströnd Spánar til Madrídar. Þegar ég kom inn í þann góða vagn fyrir nokkrum nóttum var einungis eitt sæti laust, alveg aftast. Á leiðinni í það sæti tók ég eftir því að ég var eini maðurinn í rútubílnum sem var af evrópskum uppruna. Ég settist síðan við hlið tveggja manna; annar líktist helst Didier Drogba en hinn var frá Marokkó og rabbaði við félaga sinn með slíkum kokhljóðum að engu var líkara en að kvöldverðurinn sæti fastur í koki þeirra félaga. Gegnt mér sátu síðan tveir sem líklegast voru frá Senegal. „Ég vakna örugglega á naríunum einum fata ef ég festi blund á brá í þessum félagsskap,“ hugsaði ég með mér meðan ég vafði handtöskunni um fót mér svo ég yrði nú var við það ef einhver reyndi að taka hana. Ég setti peningaveskið í vasann við nára, en ég er afar næmur fyrir þreifingum á því svæði. Gemsann geymdi ég hins vegar í lófanum enda gott að geta brugðist snöggt við ef hann hringir í mig innan um sofandi fólk, svo maður sé nú ekki að baka sér óvinsældir. Ferðin gekk ágætlega. Ég varð ekki fyrir neinu áreiti fyrr en ég fékk Didier Drogba í fangið þar sem hann lognaðist út af á vinstri hliðina. Þegar hin rósfingraða morgungyðja vakti mig í Madríd var ég engu fátækari en ég hafði verið þegar ég sofnaði. Allavega var veskið enn í vasanum. Ég stökk síðan af stað þegar rútubíllinn rann í hlað en þá kallaði Drogba: „Hei, glókollur! Átt þú ekki þennan?“ og hampaði gemsanum mínum sem hafði dottið í gólfið. Ég þakkaði honum vel fyrir en hélt síðan mína leið. Á rútubílastöðinni fann ég síðan hraðbanka til að ná mér í meiri aura en maskínan atarna tjáði mér að innistæðan á reikningnum væri uppurin. Ég hafði litlu eytt en krónuræfillinn nær ekki að þrauka í útlandinu eftir meðferðina sem hún fékk hjá þessum íslensku útrásarvíkingum. „Undarlegt að mér skyldi aldrei hafa staðið stuggur af þessum íslensku ofurhugum; ljósum á brún og brá,“ hugsaði ég með mér. „En það eru gaurar sem geta virkilega haft af þér aurinn meðan þú situr með veskið í rassvasanum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Það er næturvagn nokkur sem fer frá suðurströnd Spánar til Madrídar. Þegar ég kom inn í þann góða vagn fyrir nokkrum nóttum var einungis eitt sæti laust, alveg aftast. Á leiðinni í það sæti tók ég eftir því að ég var eini maðurinn í rútubílnum sem var af evrópskum uppruna. Ég settist síðan við hlið tveggja manna; annar líktist helst Didier Drogba en hinn var frá Marokkó og rabbaði við félaga sinn með slíkum kokhljóðum að engu var líkara en að kvöldverðurinn sæti fastur í koki þeirra félaga. Gegnt mér sátu síðan tveir sem líklegast voru frá Senegal. „Ég vakna örugglega á naríunum einum fata ef ég festi blund á brá í þessum félagsskap,“ hugsaði ég með mér meðan ég vafði handtöskunni um fót mér svo ég yrði nú var við það ef einhver reyndi að taka hana. Ég setti peningaveskið í vasann við nára, en ég er afar næmur fyrir þreifingum á því svæði. Gemsann geymdi ég hins vegar í lófanum enda gott að geta brugðist snöggt við ef hann hringir í mig innan um sofandi fólk, svo maður sé nú ekki að baka sér óvinsældir. Ferðin gekk ágætlega. Ég varð ekki fyrir neinu áreiti fyrr en ég fékk Didier Drogba í fangið þar sem hann lognaðist út af á vinstri hliðina. Þegar hin rósfingraða morgungyðja vakti mig í Madríd var ég engu fátækari en ég hafði verið þegar ég sofnaði. Allavega var veskið enn í vasanum. Ég stökk síðan af stað þegar rútubíllinn rann í hlað en þá kallaði Drogba: „Hei, glókollur! Átt þú ekki þennan?“ og hampaði gemsanum mínum sem hafði dottið í gólfið. Ég þakkaði honum vel fyrir en hélt síðan mína leið. Á rútubílastöðinni fann ég síðan hraðbanka til að ná mér í meiri aura en maskínan atarna tjáði mér að innistæðan á reikningnum væri uppurin. Ég hafði litlu eytt en krónuræfillinn nær ekki að þrauka í útlandinu eftir meðferðina sem hún fékk hjá þessum íslensku útrásarvíkingum. „Undarlegt að mér skyldi aldrei hafa staðið stuggur af þessum íslensku ofurhugum; ljósum á brún og brá,“ hugsaði ég með mér. „En það eru gaurar sem geta virkilega haft af þér aurinn meðan þú situr með veskið í rassvasanum.“
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun