Bourdais rekinn frá Torro Rosso 16. júlí 2009 11:00 Sebastian Bourdais náði ekki að setja mark sitt á Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira