Lífið

Hasselhoff enn á sjúkrahúsi

Baywatch stjarnan David Hasselhoff er enn á sjúkrahúsi en hann var fluttur þangað með sjúkrabíl eftir að hann fékk flog á föstudag. Hasselhoff hefur átt við áfengisvandamál að stríða í mörg ár og er talið líklegt að drykkja tengist þessu atviki.

Hasselhoff  hefur tvisvar á þessu ári verið fluttur á sjúkrahús vegna veikinda sem tengjast áfengisdrykkju hans. Það mun hafa verið dóttir leikarans sem hringdi eftir aðstoð þegar hann fékk flog og féll í gólfið á heimili sínu í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.