Allt með kossi vekur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. maí 2009 06:00 Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar. Það er hollt að hugsa borgarstæðið án húsanna, byggðin er svo ný en samt er landið í borginni okkur einhvern veginn horfið. Við skynjum það ekki lengur. Farartálminn sem Melarnir voru á leiðinni suður að Skerjafirði eru okkur ókunnir og mörg gömul kennileiti í landinu eru horfin í móðu sögunnar. Við erum sögusnauð borg og gerum ekkert til að lappa upp á skynjun og skilning á hvað var hér áður. Þess vegna var ganga kvenna inn að laugum skemmtileg viðbót. Næst mætti fara leiðir úr Kvosinni inn að mógrafarsvæðunum í Vatnsmýrinni og Sogamýrinni þangað sem fólk sótti sér eldivið lengi, jafnvel eftir að kolin komu til, að ekki sé talað um koks, gas og hitaveituna. Líka mætti karlpeningur listanna þræða ströndina í leit að vörum sem flestar hafa fyllst. Hvað þyrfti margar hendur til að hreinsa eina vör eins og varð að gera öll vor eftir vetrarveðrin? Og svo má demba sér í sjóinn. Sjósundið er með elstu íþróttagreinum sem stundaðar voru bæði við Víkina og í Skerjafirðinum. það er að lifna við fyrir þrákelkni fólks sem veður aðfallið og leggst á sund yfir þaraflákana. Önnur grein sem er gleymd er róðurinn sem var þó lífsbjörg okkar um aldir. Hví er róður ekki stundaður meir hér við sundin? Vorkvöldin og sumarnætur snemmsumars eru yndislegur tími í borginni. Hin fullkomna þögn í sólarupprásinni er helgistund og fátt dásamlegra en eiga stund með fuglunum að vaða döggvott gras. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun
Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar. Það er hollt að hugsa borgarstæðið án húsanna, byggðin er svo ný en samt er landið í borginni okkur einhvern veginn horfið. Við skynjum það ekki lengur. Farartálminn sem Melarnir voru á leiðinni suður að Skerjafirði eru okkur ókunnir og mörg gömul kennileiti í landinu eru horfin í móðu sögunnar. Við erum sögusnauð borg og gerum ekkert til að lappa upp á skynjun og skilning á hvað var hér áður. Þess vegna var ganga kvenna inn að laugum skemmtileg viðbót. Næst mætti fara leiðir úr Kvosinni inn að mógrafarsvæðunum í Vatnsmýrinni og Sogamýrinni þangað sem fólk sótti sér eldivið lengi, jafnvel eftir að kolin komu til, að ekki sé talað um koks, gas og hitaveituna. Líka mætti karlpeningur listanna þræða ströndina í leit að vörum sem flestar hafa fyllst. Hvað þyrfti margar hendur til að hreinsa eina vör eins og varð að gera öll vor eftir vetrarveðrin? Og svo má demba sér í sjóinn. Sjósundið er með elstu íþróttagreinum sem stundaðar voru bæði við Víkina og í Skerjafirðinum. það er að lifna við fyrir þrákelkni fólks sem veður aðfallið og leggst á sund yfir þaraflákana. Önnur grein sem er gleymd er róðurinn sem var þó lífsbjörg okkar um aldir. Hví er róður ekki stundaður meir hér við sundin? Vorkvöldin og sumarnætur snemmsumars eru yndislegur tími í borginni. Hin fullkomna þögn í sólarupprásinni er helgistund og fátt dásamlegra en eiga stund með fuglunum að vaða döggvott gras.