Eigum við að ræða það eitthvað? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. nóvember 2009 06:00 Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hefur staðið í blóma undanfarin misseri. Að einhverju leyti er þjóðin enn að njóta afurða sem til var stofnað meðan betur áraði en nú. Í önnur verkefni hefur verið ráðist eftir hrun vegna þess að eftirspurnin er til staðar. Sérstaklega er ástæða til að fagna leiknu íslensku sjónvarpsefni, sem hefur verið bæði meira að umfangi og gæðum nú upp á síðkastið en nokkru sinni fyrr. Á rysjóttum tímum er það þjóðinni hollt að sameinast fyrir framan sjónvarpsskjáina yfir skemmti- og menningarefni sem hefur skírskotun í hennar eigin veruleika. Hlegið hefur verið í kaffitímanum á mánudögum að uppákomunum í Fangavaktinni sem margir munu sakna sárt af skjánum á sunnudagskvöldum. Þá var Hamarinn Sjónvarpsins einnig einstaklega vel heppnuð, bæði spennandi og skemmtileg, sjónvarpsþáttaröð, svo hápunktar en þó alls ekki eina góða leikna sjónvarpsefni vetrarins hingað til, séu nefndir. Það er því heldur betur af sem áður var að áhorfendur sitji meira og minna með kjánahroll við skjáinn þegar leikið íslenskt efni er þar borið fram. Og það er ekki aðeins sjónvarpsþáttagerð sem stendur í blóma. Á lista yfir tíu mest sóttu myndir bíóhúsanna um síðustu helgi voru þrjár íslenskar bíómyndir. Á vef Kvikmyndamiðstöðvar kemur fram að nú eru átta leiknar bíómyndir í fullri lengd í framleiðslu. Það er því til nokkurs að hlakka. Þótt spár um að bíó og sjónvarp myndi leysa bókina af hólmi hafi ekki gengið eftir þá er myndmiðillinn fyrirferðarmikill í lífi allra kynslóða. Það er því mikilvægt hverri þjóð að geta speglað sig í slíku efni. Það einkennir nýtt íslenskt kvikmynda- og sjónvarpsefni að yrkisefnin eru nú í meira mæli sótt í samtímann en tíðkaðist á upphafsárum íslenskrar kvikmyndagerðar. Og þrátt fyrir að ein og ein metsölubók rati á hvíta tjaldið þá er hitt algengara að handrit sé frumsamið fyrir leikna efnið en ekki byggt á bók. Í íslenskum bíómyndum og sjónvarpsþáttum er fengist við ýmsar hliðar íslensks veruleika, í þeim er íslenskur húmor og þar er talað íslenskt mál. Þetta efni er því gríðarlega mikilvægt framlag til menningarinnar í landinu. Auk þess sem það verður mikilvægur vitnisburður um tíðaranda hvers tíma þegar fram líða stundir. Þá er ótalið framlag bíómynda og leikins sjónvarpsefnis til þess að efla vöxt og viðgang íslenskunnar. Það er mikilvægt hverju málsamfélagi að eiga, auk bókmenntanna, sameiginlegan sjóð af leiknu efni; að börn alist ekki upp við að allt leikið efni sé á erlendum tungumálum, og þá einkum einu, heldur sé hægt að nota móðurmál þeirra í leiknu efni. Sömuleiðis verður þetta efni mikilvæg heimild til framtíðar um íslenskt mál og þróun þess. Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð er ekki, og á ekki að vera, munaður sem hægt er að leyfa sér á uppgangstímum. Hún er nauðsynlegt framlag til menningar þjóðarinnar alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hefur staðið í blóma undanfarin misseri. Að einhverju leyti er þjóðin enn að njóta afurða sem til var stofnað meðan betur áraði en nú. Í önnur verkefni hefur verið ráðist eftir hrun vegna þess að eftirspurnin er til staðar. Sérstaklega er ástæða til að fagna leiknu íslensku sjónvarpsefni, sem hefur verið bæði meira að umfangi og gæðum nú upp á síðkastið en nokkru sinni fyrr. Á rysjóttum tímum er það þjóðinni hollt að sameinast fyrir framan sjónvarpsskjáina yfir skemmti- og menningarefni sem hefur skírskotun í hennar eigin veruleika. Hlegið hefur verið í kaffitímanum á mánudögum að uppákomunum í Fangavaktinni sem margir munu sakna sárt af skjánum á sunnudagskvöldum. Þá var Hamarinn Sjónvarpsins einnig einstaklega vel heppnuð, bæði spennandi og skemmtileg, sjónvarpsþáttaröð, svo hápunktar en þó alls ekki eina góða leikna sjónvarpsefni vetrarins hingað til, séu nefndir. Það er því heldur betur af sem áður var að áhorfendur sitji meira og minna með kjánahroll við skjáinn þegar leikið íslenskt efni er þar borið fram. Og það er ekki aðeins sjónvarpsþáttagerð sem stendur í blóma. Á lista yfir tíu mest sóttu myndir bíóhúsanna um síðustu helgi voru þrjár íslenskar bíómyndir. Á vef Kvikmyndamiðstöðvar kemur fram að nú eru átta leiknar bíómyndir í fullri lengd í framleiðslu. Það er því til nokkurs að hlakka. Þótt spár um að bíó og sjónvarp myndi leysa bókina af hólmi hafi ekki gengið eftir þá er myndmiðillinn fyrirferðarmikill í lífi allra kynslóða. Það er því mikilvægt hverri þjóð að geta speglað sig í slíku efni. Það einkennir nýtt íslenskt kvikmynda- og sjónvarpsefni að yrkisefnin eru nú í meira mæli sótt í samtímann en tíðkaðist á upphafsárum íslenskrar kvikmyndagerðar. Og þrátt fyrir að ein og ein metsölubók rati á hvíta tjaldið þá er hitt algengara að handrit sé frumsamið fyrir leikna efnið en ekki byggt á bók. Í íslenskum bíómyndum og sjónvarpsþáttum er fengist við ýmsar hliðar íslensks veruleika, í þeim er íslenskur húmor og þar er talað íslenskt mál. Þetta efni er því gríðarlega mikilvægt framlag til menningarinnar í landinu. Auk þess sem það verður mikilvægur vitnisburður um tíðaranda hvers tíma þegar fram líða stundir. Þá er ótalið framlag bíómynda og leikins sjónvarpsefnis til þess að efla vöxt og viðgang íslenskunnar. Það er mikilvægt hverju málsamfélagi að eiga, auk bókmenntanna, sameiginlegan sjóð af leiknu efni; að börn alist ekki upp við að allt leikið efni sé á erlendum tungumálum, og þá einkum einu, heldur sé hægt að nota móðurmál þeirra í leiknu efni. Sömuleiðis verður þetta efni mikilvæg heimild til framtíðar um íslenskt mál og þróun þess. Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð er ekki, og á ekki að vera, munaður sem hægt er að leyfa sér á uppgangstímum. Hún er nauðsynlegt framlag til menningar þjóðarinnar alltaf.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun