Lífið

Bjargaði fjörutíu mannslífum

Lindsay Lohan vill hjálpa öðrum og einbeitir sér nú að því að bjarga bæði konum og börnum frá mansali á Indlandi.Nordic Photos/Getty
Lindsay Lohan vill hjálpa öðrum og einbeitir sér nú að því að bjarga bæði konum og börnum frá mansali á Indlandi.Nordic Photos/Getty

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan heldur því fram á Tweeter-síður sinni að hún hafi bjargað fjörutíu mannslífum á Indlandi. Lindsay er þar á vegum BBC til að gera heimildarmynd um mansal og segir jafnframt að starf hennar sé þegar farið að bera árangur. Lohan þarf nauðsynlega á því að halda að lappa aðeins upp á ímyndina eftir fremur mögur ár í sviðsljósinu þar sem allt hefur snúist um áfengi og taumlaust líferni.

„Þetta er það sem lífið snýst um, þetta gerir lífið þess virði að lifa því,“ heldur Lohan áfram.

Og leikkonan hvetur aðra til að láta sitt ekki eftir liggja heldur koma þeim til hjálpar sem minna mega sín. „Að einblína á fræga fólkið og lygarnar er bara blekking þegar við getum bjargað börnum frá glötun.“ Lindsay mun fara frá Indlandi nú um helgina en leikkonan hyggst halda áfram að sinna góðgerðarstarfsemi þegar hún snýr aftur til Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.