Íslenski boltinn

Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni

Ellert Scheving skrifar
Albert Sævarsson og Andrew Mwesigwa, leikmenn ÍBV.
Albert Sævarsson og Andrew Mwesigwa, leikmenn ÍBV. Mynd/Daníel
Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag.

„Þetta var jákvætt hjá okkur í dag þrátt fyrir tap. Við áttum helling af færum og spiluðum mun betur en við höfum gert seinustu þrjá leiki."

Eyjamenn hafa legið undir mikilli gagnrýni undanfarið en Ajay segir að hún hafi kannsi átt rétt á sér en ekki í dag. „Við svöruðum gagnrýninni með flottum leik í dag, við spiluðum boltanum vel, vörðumst vel og börðumst eins og ljón. Gallinn er að við fengum á okkur nokkur aulamörk en það má bæta, megin atriðið er að við skoruðum í dag."

Ajay er einnig bjartsýnn á framhaldið hjá ÍBV. „Við erum ekki í neinn vímu útaf einum leik en ef við getum endurtekið þessa frammistöðu þá hef ég enga ástæðu til að kvíða framhaldinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×