Handbolti

Umfjöllun: Toppliðin skiptu stigunum á milli sín

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals í kvöld.
Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals í kvöld.

Valur tapaði sínu fyrsta stigi í N1-deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli 24-24 við Stjörnuna í toppslag deildarinnar í kvöld. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins og jafnaði fyrir Stjörnuna.

Bæði lið hafa þrettán stig á toppi deildarinnar en Valur á leik inni. Það eina sem skilur liðin að er sigur Vals í fyrstu viðureign þessara liða í byrjun tímabils.

Stjarnan byrjaði leikinn í kvöld betur og varnarleikur Valsliðsins arfadapur. Gestirnir náðu snemma fjögurra marka forystu en heimakonur náðu þá takti í varnarleiknum og höfðu 13-11 forystu í hálfleik.

Valsliðið virtist vera búið að ná öllum tökum í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnukonur voru ekki dauðar úr öllum æðum og misstu Val ekki langt á undan sér. Þegar fór að nálgast lokin fékk Stjarnan tækifæri til að jafna og nýtti sér það.

Elísabet Gunnarsdóttir jafnaði í 24-24 en Valur fékk síðustu sóknina til að tryggja sér sigurinn. Þá var hinsvegar dæmt skref á Rebekku Skúladóttur og liðin skiptu því stigunum á milli sín.

Augljóslega voru Stjörnustúlkur sáttari við þá niðurstöðu enda hafði Valsliðið forystuna allan seinni hálfleikinn.

Alina Tamasan var markahæst í Stjörnuliðinu með níu mörk úr talsvert fleiri skottilraunum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst hjá Val en þá átti Katrín Andrésdóttir virkilega flottan leik. Berglind Hansdóttir var í ham í markinu og varði 24 skot alls.

Valur - Stjarnan 24-24 (13-11)

Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 7/4 (11/6), Katrín Andrésdóttir 6 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 3 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Skúladóttir 2 (5), Íris Pétursdóttir 2 (5), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 0 (5)

Varin skot: Berglind Hansdóttir 24/2

Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Katrín)

Fiskuð víti: 6 (Katrín 3, Íris 2, Rebekka)

Utan vallar: 4 mín.

Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamasan 9/1 (20/3), Þorgerður Atladóttir 4 (8), Aðalheiður Hreinsdóttir 3 (5), Elísabet Gunnarsdóttir 3 (6), Þórhildur Gunnarsdóttir 2 (2), Esther Ragnarsdóttir 2 (5), Jóna Halldórsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 0 (2), Kristín Clausen 0 (2)

Varin skot: Florentina Stanciu 11/1, Sólveig Ásmundsdóttir 2

Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Þorgerður, Jóna, Þórhildur)

Fiskuð víti: 3 (Kristín, Esther, Þórhildur)

Utan vallar: 4 mín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×