Handbolti

Patrekur: Ekki vanir að spila í svona hávaða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrekur Jóhannesson gefur sínum mönnum góð ráð.
Patrekur Jóhannesson gefur sínum mönnum góð ráð. Mynd/Stefán

„Mínir menn eru ekki vanir því að spila í svona hávaða. Kannski að það hafði eitthvað að segja,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld.

Afturelding vann tíu marka sigur á Stjörnunni, 32-22, og tryggði sér þar með oddaleik í rimmu liðanna um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð.

„Afturelding var sterkari aðilinn í dag. Nú er staðan 1-1 og úrslitaleikur á mánudaginn,“ sagði Patrekur. „Við byrjuðum ekki vel en náðum samt að komast yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. En hvað gerðist svo? Það var hörkustemning á pöllunum og hvort það skipti máli veit ég ekki.“

„En síðari hálfleikur var mjög lélegur hjá okkur. Þetta var engan veginn nógu gott og við munum sjá allt annað Stjörnulið mæta til leiks í úrslitaleiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×