Handbolti

Einar Andri: Leist ekki alveg á blikuna eftrir korter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Andri Einarsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins.
Einar Andri Einarsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins. Mynd/Heiða

Íslenska 19 ára landsliðið tryggði sér í gær sæti í úrslitaleiknum á HM í Túnis með 33-31 sigri á heimamönnum fyrir framan troðfulla höll.

„Þetta var ótrúleg upplifun að taka þátt í þessu. Ég held að maður muni aldrei aftur lenda í annarri eins stemmingu," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins

„Við vorum komnir fimm mörkum undir og manni leist nú kannski ekki alveg á blikuna eftir korter þegar við vorum bara búnir að skora þrjú mörk og vorum 8-3 undir," segir Einar og bætir við:

„Við erum búnir að vera skora upp í 42 mörk í leik á mótinu og okkur grunaði að við myndum fara í gang á einhverjum tímapunkti."

„Þegar tíu mínútum voru eftir þá voru lætin orðin svo svakaleg að maður hefur aldrei heyrt annað eins. Leikmennirnir gátu ekki talað saman inn á vellinum," sagði Einar en íslenskur strákarnir unnu síðustu tíu mínúturnar 7-4 og fögnuðu glæsilegum sigri.

"Það var ólýsanleg gleði hjá strákunum og menn voru kannski smá hissa á þessu. Öll umgjörðin í kringum leikinn gerði þetta svo sérstakt. Þetta var bara frábær liðsheild og karkater sem strákarnir sýndu til þess að klára þetta," segir Einar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×