Grínádeila á blekkingarheim Facebook 25. nóvember 2009 01:30 í skuggahverfinu Helgi Jean Claessen og Sölvi Tryggvason í Skuggahverfinu þar sem söguhetjan Hákon Karl átti íbúð. fréttablaðið/pjetur „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason, sem hefur sent frá sér skáldsöguna Flottastur@feisbúkk ásamt vini sínum Helga Jean Claessen. „Þetta var gert til að búa til bros eða jafnvel tvö.“ Sagan er nokkurs konar grínádeila á Facebook-síðuna þar sem fólk segir ekki endilega allan sannleikann um sjálft sig. Hún fjallar um Hákon Karl, kallaðan Hákarl, sem hefur misst PR-stöðu sína í Glitni og íbúðina í Skuggahverfinu. Hann er fluttur heim til mömmu sinnar og allt er í mínus, nema í blekkingarheimi Facebook þar sem allt er ennþá í miklum blóma. Góðærið kemur því töluvert við sögu í bókinni og eru sumar setningarnar byggðar á ummælum frá útrásarvíkingunum, þó svo að engar þeirra séu hafðar beint eftir þeim. „Þetta er meira út frá hugarheimi ákveðinna manna og síðan er þetta fært í stílinn,“ segir Sölvi, sem er að gefa út sína fyrstu skáldsögu. Hann notar sjálfur Facebook eins og vel flestir Íslendingar og er kominn með um þúsund vini, rétt eins og aðalpersónan Hákon Karl sem er að sjálfsögðu kominn með eigin Facebook-síðu. Helgi Jean Claessen sendi í fyrra frá sér bókina Kjammi – bara krútt sem þarf knús, þar sem hann gerði góðlátlegt grín að bókum Arnaldar Indriðasonar. Helgi segir að blekkingarlífið sem hægt sé að lifa á Facebook sé tekið föstum tökum í nýju bókinni. „Þú getur í rauninni lifað allt öðru lífi á Facebook en þú gerir í raun og veru. Þú þarft ekki að ljúga neitt, heldur sleppa því að segja ákveðna hluti,“ segir hann. „Þetta er eiginlega blekking því þú færð aldrei rétta mynd af fólki.“- fb Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason, sem hefur sent frá sér skáldsöguna Flottastur@feisbúkk ásamt vini sínum Helga Jean Claessen. „Þetta var gert til að búa til bros eða jafnvel tvö.“ Sagan er nokkurs konar grínádeila á Facebook-síðuna þar sem fólk segir ekki endilega allan sannleikann um sjálft sig. Hún fjallar um Hákon Karl, kallaðan Hákarl, sem hefur misst PR-stöðu sína í Glitni og íbúðina í Skuggahverfinu. Hann er fluttur heim til mömmu sinnar og allt er í mínus, nema í blekkingarheimi Facebook þar sem allt er ennþá í miklum blóma. Góðærið kemur því töluvert við sögu í bókinni og eru sumar setningarnar byggðar á ummælum frá útrásarvíkingunum, þó svo að engar þeirra séu hafðar beint eftir þeim. „Þetta er meira út frá hugarheimi ákveðinna manna og síðan er þetta fært í stílinn,“ segir Sölvi, sem er að gefa út sína fyrstu skáldsögu. Hann notar sjálfur Facebook eins og vel flestir Íslendingar og er kominn með um þúsund vini, rétt eins og aðalpersónan Hákon Karl sem er að sjálfsögðu kominn með eigin Facebook-síðu. Helgi Jean Claessen sendi í fyrra frá sér bókina Kjammi – bara krútt sem þarf knús, þar sem hann gerði góðlátlegt grín að bókum Arnaldar Indriðasonar. Helgi segir að blekkingarlífið sem hægt sé að lifa á Facebook sé tekið föstum tökum í nýju bókinni. „Þú getur í rauninni lifað allt öðru lífi á Facebook en þú gerir í raun og veru. Þú þarft ekki að ljúga neitt, heldur sleppa því að segja ákveðna hluti,“ segir hann. „Þetta er eiginlega blekking því þú færð aldrei rétta mynd af fólki.“- fb
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira