Brýn réttarbót Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 6. nóvember 2009 06:00 Í vikunni var í þriðja sinn umræða á Alþingi um breytingar á kosningafyrirkomulagi: dómsmálaráðherrann mælti fyrir frumvörpum um bætt lýðræði í kosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Kjósendur raði frambjóðendum þess lista sem þeir hyggjast kjósa. Umræðan er komin í gang í þriðja sinn á rétt sex mánuðum og enn geta sumir þingmenn ekki gert upp hug sinn. Það eru aum gagnrök að verði af séu prófkjörsmál sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í uppnámi. Íhaldsmenn allra flokka ætla sér að kæfa þetta frumvarp. Borgarahreyfingin, Þráinn Bertelsson og Framsókn hafa lýst stuðningi við það. Stalínistarnar í Vinstri grænum horfa með hryllingi til þess að kjósendur þeirra geti sett Árna Þór niður fyrir Álfheiði eða Kolbrúnu upp fyrir Lilju Móses. Uppskipunarnefnd ráði ekki listanum heldur kjósendur. Eins og oft áður er Samfylkingin hulduljós: þar, eins og í Sjálfstæðisflokknum, eru menn svo eigingjarnir og sjálfhverfir að þeir hugsa mest um eigin stól, því næst um valdstjórn flokksins og síðast til umbjóðenda sinna - það gæti hent að niðurröðun kjósenda riðlaði svo hugmyndum ráðandi afla í flokkunum að menn sætu bara uppi með nýtt landslag. Það má ekki gerast, hugsa kontrólfríkin. Vitaskuld er ég lýðræðissinni og allt það, sagði einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Svo eyddi hann löngu máli í að finna þessu fyrirkomulagi, sem er reyndar þrautreynt á Írlandi, allt til foráttu. Tónn þeirra sjálfstæðismanna var allur á einn veg. Þeir vilja ekki breytingar, hvorki í bráð né lengd, Þeir vilja fara sér hægt, fara með gát, sem var reyndar í hrópandi mótsögn við það sem Birgir Ármannsson sagði: sjálfsstæðismenn hefðu ekki tekið efnislega afstöðu í málinu, enda væri það stjórnarfrumvarp. En hik er efnislega afstaða. Frumvörpin eru málamiðlun: þau gera ekki ráð fyrir að hægt sé að kjósa þversum á kjörseðlinum, einn maður geti krossað við Þráin, Illuga og Steinunni Valdísi í þessari röð. Lengra vilja menn ekki hætta sér í trausti sínu á lýðræði og kjósendum. Enda hvað þýddi það? Jú, flokkakerfið yrði að laga sig að nýjum aðstæðum, forkólfar í hverju kjördæmi söfnuðu sér fylgi, og ef stigið yrði lengra og landið gert að einu kjördæmi og lýðræðishallinn sem er á fjölmennustu byggðum landsins leiðréttur og við stæðum öll jöfn, sætum við uppi með sterka þingmenn með skýr stefnumál. Guð forði okkur frá því. Lýðræði er alltaf tilraun. Hver kosning er tilraun og við sem gerum þessa tilraun erum sjaldnast ánægð með árangurinn þegar upp er staðið. Ef farið yrði alla leið, sem er hægt og fullkomlega lýðræðislegt séð frá sjónarhóli kjósenda, mætti ganga öllu lengra. Og því vilja sitjandi þingmenn forða í lengstu lög. Skrýtið einu sinni kallaði Sjálfstæðisflokkurinn sig, Framsókn og krata „lýðræðisflokkana". Og nú þegar flokknum gefst tækifæri til að losa sig við mein prófkjöranna, þá er sett í bakkgír og bremsur, menn sitja stífir í sætinu og hrópa: nei, nei, ó, ó, við höfum ekki lengur neina stjórn! Miklir eru menn í ást sinni á lýðræðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Í vikunni var í þriðja sinn umræða á Alþingi um breytingar á kosningafyrirkomulagi: dómsmálaráðherrann mælti fyrir frumvörpum um bætt lýðræði í kosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Kjósendur raði frambjóðendum þess lista sem þeir hyggjast kjósa. Umræðan er komin í gang í þriðja sinn á rétt sex mánuðum og enn geta sumir þingmenn ekki gert upp hug sinn. Það eru aum gagnrök að verði af séu prófkjörsmál sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í uppnámi. Íhaldsmenn allra flokka ætla sér að kæfa þetta frumvarp. Borgarahreyfingin, Þráinn Bertelsson og Framsókn hafa lýst stuðningi við það. Stalínistarnar í Vinstri grænum horfa með hryllingi til þess að kjósendur þeirra geti sett Árna Þór niður fyrir Álfheiði eða Kolbrúnu upp fyrir Lilju Móses. Uppskipunarnefnd ráði ekki listanum heldur kjósendur. Eins og oft áður er Samfylkingin hulduljós: þar, eins og í Sjálfstæðisflokknum, eru menn svo eigingjarnir og sjálfhverfir að þeir hugsa mest um eigin stól, því næst um valdstjórn flokksins og síðast til umbjóðenda sinna - það gæti hent að niðurröðun kjósenda riðlaði svo hugmyndum ráðandi afla í flokkunum að menn sætu bara uppi með nýtt landslag. Það má ekki gerast, hugsa kontrólfríkin. Vitaskuld er ég lýðræðissinni og allt það, sagði einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Svo eyddi hann löngu máli í að finna þessu fyrirkomulagi, sem er reyndar þrautreynt á Írlandi, allt til foráttu. Tónn þeirra sjálfstæðismanna var allur á einn veg. Þeir vilja ekki breytingar, hvorki í bráð né lengd, Þeir vilja fara sér hægt, fara með gát, sem var reyndar í hrópandi mótsögn við það sem Birgir Ármannsson sagði: sjálfsstæðismenn hefðu ekki tekið efnislega afstöðu í málinu, enda væri það stjórnarfrumvarp. En hik er efnislega afstaða. Frumvörpin eru málamiðlun: þau gera ekki ráð fyrir að hægt sé að kjósa þversum á kjörseðlinum, einn maður geti krossað við Þráin, Illuga og Steinunni Valdísi í þessari röð. Lengra vilja menn ekki hætta sér í trausti sínu á lýðræði og kjósendum. Enda hvað þýddi það? Jú, flokkakerfið yrði að laga sig að nýjum aðstæðum, forkólfar í hverju kjördæmi söfnuðu sér fylgi, og ef stigið yrði lengra og landið gert að einu kjördæmi og lýðræðishallinn sem er á fjölmennustu byggðum landsins leiðréttur og við stæðum öll jöfn, sætum við uppi með sterka þingmenn með skýr stefnumál. Guð forði okkur frá því. Lýðræði er alltaf tilraun. Hver kosning er tilraun og við sem gerum þessa tilraun erum sjaldnast ánægð með árangurinn þegar upp er staðið. Ef farið yrði alla leið, sem er hægt og fullkomlega lýðræðislegt séð frá sjónarhóli kjósenda, mætti ganga öllu lengra. Og því vilja sitjandi þingmenn forða í lengstu lög. Skrýtið einu sinni kallaði Sjálfstæðisflokkurinn sig, Framsókn og krata „lýðræðisflokkana". Og nú þegar flokknum gefst tækifæri til að losa sig við mein prófkjöranna, þá er sett í bakkgír og bremsur, menn sitja stífir í sætinu og hrópa: nei, nei, ó, ó, við höfum ekki lengur neina stjórn! Miklir eru menn í ást sinni á lýðræðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun