Lífið

Bresku tískuverð- launin afhent

Kate Moss Fyrirsætan Kate Moss mætti í Christian Dior-kjól á bresku tískuhátíðina þar sem hún tók við London 25-verðlaununum.Myndir/Getty
Kate Moss Fyrirsætan Kate Moss mætti í Christian Dior-kjól á bresku tískuhátíðina þar sem hún tók við London 25-verðlaununum.Myndir/Getty
Stærstu nöfnin í tískuheiminum komu saman í London í síðustu viku á tískuverðlaunahátíðinni British fashion awards. Cristopher Bailey var kjörinn hönnuður ársins og Burberry var valið hönnunarmerki ársins eftir glæsilega endurkomu á tískuvikunni í London. Georgia May Jagger var kjörin fyrirsæta ársins, en Kate Moss hlaut London 25-verðlaunin sem voru veitt einstaklingi sem fangað hefur tískuandann í London í tilefni af 25 ára afmæli tískuvikunnar þar í borg. Þá hlaut John Galliano British fashion council-verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í fatahönnun. - ag

Victoria Beckham Tískudrottningin Victoria Beckham afhenti Cristopher Bailey verðlaunin þegar hann var kjörinn hönnuður ársins.
Georgia May Jagger Unga fyrirsætan Georgia May Jagger var kjörin fyrirsæta ársins.


Daisy Lowe Fyrirsætan Daisy Lowe var tilnefnd sem fyrirsæta ársins á verðlaunahátíðinni.
Claudia Schiffer Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer lét sig ekki vanta á bresku tískuverðlaunahátíðina.
Eva Herzigova Fyrirsætan Eva Herzigova var meðal gesta á tískuverðlaunahátíðinni í London.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.